Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 21:13 Ummæli Sólveigar Önnu í dag hafa vakið hörð viðbrögð. Vísir/Vilhelm Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24