Íslenskukennsla og kjarasamningar Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 12. september 2022 15:01 Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“ Það er tæpast hægt að kalla þetta tillögu, fremur ábendingu eða hugmynd, enda þykist ég vita að kröfugerð hafi þegar verið mótuð eins og fram kom í greininni. En vegna þessa var ég kallaður elíta sem talaði úr fílabeinsturni og mér voru gerðar upp ýmsar ástæður og hvatir – sagður leggja fram „útsmogið rasískt útspil“, vera handbendi verkalýðsarms Samfylkingarinnar, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta truflar mig svo sem ekki neitt. En ástæðan fyrir því að ég nefndi þessa hugmynd, sem annað fólk hefur reyndar nefnt á undan mér, er sú að ég er sannfærður um að það er mikilvægt fyrir erlent starfsfólk að læra íslensku til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði og í samfélaginu, og hef séð fjölmarga vitnisburði þess efnis. Það er t.d. vitað að margt vel menntað fólk er hér fast í láglaunastörfum sem tengjast menntun þess ekkert og getur ekki unnið við sitt fag vegna skorts á íslenskukunnáttu. Ég held hins vegar að það sé nokkuð almenn skoðun að íslenskukennsla sem fer fram að loknum löngum vinnudegi sé ekki vænleg til árangurs. Grundvallaratriði sé að kennslan fari fram á vinnutíma. Eins og víða var nefnt í umræðunni hefði auðvitað verið hægt að beina kröfum um íslenskukennslu beint til ríkisins, í stað þess að tengja þær kjarasamningum. En ástæðan fyrir því að ég nefndi kjarasamninga í tengslum við þetta er sú að ef fólki á að vera heimilt að nýta hluta vinnutímans til íslenskunáms hlýtur það að verða að koma fram í kjarasamningi. Það þarf alls ekki að þýða, eins og víða er haldið fram, að verkalýðshreyfingin þyrfti þar með að lækka launakröfur sínar eða hverfa frá einhverjum öðrum kröfum. Það má vel hugsa sér að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur semdu um að fólki gæfist kostur á íslenskunámi í vinnutímanum en sendu svo ríkinu reikninginn. Annað eins hefur nú gerst. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslenska á tækniöld Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“ Það er tæpast hægt að kalla þetta tillögu, fremur ábendingu eða hugmynd, enda þykist ég vita að kröfugerð hafi þegar verið mótuð eins og fram kom í greininni. En vegna þessa var ég kallaður elíta sem talaði úr fílabeinsturni og mér voru gerðar upp ýmsar ástæður og hvatir – sagður leggja fram „útsmogið rasískt útspil“, vera handbendi verkalýðsarms Samfylkingarinnar, og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta truflar mig svo sem ekki neitt. En ástæðan fyrir því að ég nefndi þessa hugmynd, sem annað fólk hefur reyndar nefnt á undan mér, er sú að ég er sannfærður um að það er mikilvægt fyrir erlent starfsfólk að læra íslensku til að bæta stöðu sína á vinnumarkaði og í samfélaginu, og hef séð fjölmarga vitnisburði þess efnis. Það er t.d. vitað að margt vel menntað fólk er hér fast í láglaunastörfum sem tengjast menntun þess ekkert og getur ekki unnið við sitt fag vegna skorts á íslenskukunnáttu. Ég held hins vegar að það sé nokkuð almenn skoðun að íslenskukennsla sem fer fram að loknum löngum vinnudegi sé ekki vænleg til árangurs. Grundvallaratriði sé að kennslan fari fram á vinnutíma. Eins og víða var nefnt í umræðunni hefði auðvitað verið hægt að beina kröfum um íslenskukennslu beint til ríkisins, í stað þess að tengja þær kjarasamningum. En ástæðan fyrir því að ég nefndi kjarasamninga í tengslum við þetta er sú að ef fólki á að vera heimilt að nýta hluta vinnutímans til íslenskunáms hlýtur það að verða að koma fram í kjarasamningi. Það þarf alls ekki að þýða, eins og víða er haldið fram, að verkalýðshreyfingin þyrfti þar með að lækka launakröfur sínar eða hverfa frá einhverjum öðrum kröfum. Það má vel hugsa sér að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur semdu um að fólki gæfist kostur á íslenskunámi í vinnutímanum en sendu svo ríkinu reikninginn. Annað eins hefur nú gerst. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun