Sarri aftur í veseni | Sendi andstæðingnum puttann Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 19:02 Maurizio Sarri er heitt í hamsi þessa dagana. Stöð 2 Sport Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, gæti verið í veseni hjá ítölskum fótboltayfirvöldum aðra vikuna í röð eftir leik liðsins við Hellas Verona um helgina. Síðustu helgi kvaðst hann búast við að lögfræðingur sinn yrði í yfirvinnu í vetur. „Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
„Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30