Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 13:05 Ragnar Þór er formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér. Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér.
Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11