Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. september 2022 15:35 Guðni Th. Jóhannesson á setningu Alþingis í nóvember 2021 Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira