„Það sem greip mig um leið var þessi ótrúlegi skærblái litur sem íslensku jöklarnir skarta. Þeir innihalda svo mikla fegurð og sögu sem teygir sig mörg þúsund ár aftur í tímann. Jöklarnir bjóða upp á hin ýmsu form sem er gerir þá ótrúlega skemmtilega að mynda,“ segir Benjamin um verkefnið.
![](https://www.visir.is/i/2BAC5F4774F8BE8FA44850EB52C4F17A6F2FF4229C794BB2DF86D78E6C4BC48C_713x0.jpg)
„Sem hönnuður er mjög mikilvægt fyrir mig að velja rétt útlit fyrir sérstakar útgáfur eins og þessa. Það getur verið flókið að vinna með prent sem er ætlað að þekja alla flíkina. Það þarf að útfæra með tilliti til hvaða tegund af flík um ræðir og hvers konar efni er verið að nota. Ef ég loka augunum og hugsa um íslenska náttúru, þá er þetta prent útkoman. Þetta er í rauninni eins og að klæðast íslenskum felulitum,“ segir Bergur Guðnason, hönnuðurinn á bak við Dyngju.
![](https://www.visir.is/i/57B763FED4714BFCC1469C9D3A3C11F0D0C821580EFE3EDA43AEE3686E3D487E_713x0.jpg)
Úlpan er úr endurunnum dúni og ytra birgði hennar er einnig úr endurunnu efni. Úlpan kemur í takmörkuðu upplagi í þessari sérstöku útgáfu og verður hún í forsölu í dag.
![](https://www.visir.is/i/76C4BC23E27239B46F24213CAAF05436371FF2B8411574C8DEBF52BBC322F093_713x0.jpg)
Myndirnar fyrir herferðina á þessum nýju flíkum tók ljósmyndarinn Ari Magg. Var meðal annars myndað í íshelli uppi á jökli.
![](https://www.visir.is/i/534FE451253DD4F596CEB40BCDE77767267AA958AD779705E0A31B58C886B87E_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/427A080CC7EC88056892DEF35C4030B9AC4D5E2C10D009570F327E2AC5F9C9A1_713x0.jpg)