Ljóstýran einkavædd Stefán Pálsson skrifar 14. september 2022 08:01 Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Orkumál Reykjavík Vinstri græn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá því að raunverulegt þéttbýli hóf að myndast í Reykjavík hefur verið litið svo á götulýsing væri samfélagslegt verkefni – þótt illu heilli sé útlit fyrir að það kunni að vera að breytast nú í ljósi nýjustu fregna. Þegar líða tók á nítjándu öldina urðu umkvartanir yfir því hversu erfitt og varasamt það væri að ferðast um forugar götur bæjarins að kvöldlagi eitt helsta umkvörtunarefnið á borgarafundum. Það þótti því mikið gleðiefni þegar Reykjavíkurbær festi kaup á sjö steinolíuljóskerjum og lét setja upp við helstu umferðargötur haustið 1878. Sérstakur starfsmaður hafði það verk með höndum að ganga á milli ljóskerjanna og tendra þau og slökkva. Það var öðru fremur krafan um bætta götulýsingu sem lá að baki því þegar Reykjavíkurbær fór fyrst að íhuga að taka rafmagnið í sína þjónustu. Þótt frá upphafi væri gert ráð fyrir því að raforkuna mætti jafnframt selja til heimilislýsingar eða reksturs á hvers kyns vélum, þá var það talin hálfgerð aukageta og strangt til tekið utan verksviðs sveitarfélagsins. Hins vegar var óumdeilt að bænum bæri að lýsa upp göturnar. Eftir nokkra yfirlegu ákváðu Reykvíkingar í aldarbyrjun að veðja frekar á gasið og Gasstöð Reykjavíkur hóf göngu sína árið 1910 þegar kveikt var á 207 ljóskerjum sem dreift var um fjórtán af rétt tæplega sextán kílómetra gatnakerfi bæjarins. Var þá haft á orði að Reykjavík væri uppljómuð borg. Rúmum áratug síðar kom Rafmagnsveita Reykjavíkur til sögunnar og var hennar fyrsta verk að yfirtaka götulýsinguna, þar sem ýmusum gömlu gasljósastauranna var breytt í rafmagnsljósastaura. Upp frá því var það sérstakt metnaðarmál Rafmagnsveitunnar og síðar Orkuveitunnar og Orku náttúrunnar, að standa sem best að götulýsingunni í höfuðstaðnum. Fyrirtækin voru dugleg við að rifja upp söguna, bera saman breytinguna í ljósmagni á hvern íbúa o.s.frv. Rík meðvitund var fyrir hendi um mikilvægi þessa hlutverks. Ljósastaurarnir sjálfir hafa þó talist eign Reykjavíkurborgar. Í ljósi þessarar sögu eru það vonbrigði að sjá Orku náttúrunnar, sem er orkufyrirtæki í samfélagslegri eigu Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar, auglýsa til sölu götulýsingarþjónustu sína. Þetta er til marks um metnaðarleysi af hálfu eigenda fyrirtækisins og bendir til að fólk hafi misst sjónar á tilgangi þess og grunngildum. Með því að selja þjónustudeild sem þessa til einkaaðila er með ósvífnum hætti verið að einkavæða hluta af undirstöðuþjónustu samfélagsins. Í þessu tilviki er um að ræða starfsemi sem eðli sinnar vegna er einokunarstarfsemi og á alls ekki heima á markaði. Vinstri græn í borginni hafna því alfarið að slíkum pilsfaldarkapítalisma sé skotið inn bakdyramegin og við teljum að meginþorri borgarbúa sé sama sinnis. Ljósin í bænum eru og eiga að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar