Hópfimleikaveislan hefst í annað sinn á níu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 07:30 Íslenski hópurinn í Leifsstöð áður en lagt var af stað til Lúxemborgar þar sem EM fer fram næstu daga. FSÍ Um hundrað Íslendingar eru nú mættir til Lúxemborgar þar sem í dag hefst Evrópumótið í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á titil að verja. Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Aðeins rúmir níu mánuðir eru frá því að Evrópumótið fór síðast fram, í Portúgal undir lok síðasta árs en því móti, sem fara átti fram árið 2020, hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Alls sendir Ísland fimm lið til keppni á mótinu í ár, eða í öllum flokkum nema blönduðum liðum fullorðinna. Mótið hefst í dag á keppni unglinga, þar sem keppt er í drengja-, stúlkna- og blönduðum flokki, í undanúrslitum. Undanúrslitin hjá fullorðnum eru svo á morgun. Dagskráin á EM í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á eins og fyrr segir titil að verja eftir að hafa unnið til gullverðlauna í fyrra í þriðja sinn, eftir harða baráttu við Svía líkt og svo oft áður. Karlalandsliðið náði sömuleiðis sínum besta árangri þegar liðið vann til verðlauna í fyrsta sinn með því að hafna í 2. sæti. Ásta Kristinsdóttir og Helgi Laxdal Aðalgeirsson, sem valin voru í úrvalslið EM í fyrra, eru á sínum stað í íslenska hópnum en íslenski hópurinn varð aftur á móti fyrir miklu áfalli rétt fyrir mót, þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir, sem varð í 2. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í fyrra, sleit hásin á æfingu. Huggun er þó harmi gegn að Andrea Sif Pétursdóttir snýr aftur eftir að hafa slasast illa á EM í fyrra. Alls eiga sautján lönd lið á EM í ár og þau skipa 598 keppendur, þar af 318 fullorðnir en 280 unglingar. Mótinu lýkur á laugardag með úrslitum í flokki fullorðinna.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira