Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2022 07:30 Íbúðum sem seljast yfir ásettu verði hefur fækkað nokkuð frá því þegar mest var. Vísir/Vilhelm Íbúðum sem seldust yfir ásettu verði fækkaði um tæp tíu prósent á höfuðborgarsvæðinu milli maí og júní. Þrátt fyrir það styttist meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu milli júní og júlí mánaða úr 42,3 dögum í 40,1 dag. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir septembermánuðk. Þar segir að sérstaklega hafi dregist úr því að íbúðir seljist meira en 5 prósentum yfir ásettu verði og sér í lagi meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hafi 14,8 prósent íbúða selst svo mikið yfir ásettu verði á meðan hlutfallið var hæst 35,2 prósent í apríl. Þá segir í skýrslunni að í síðustu mánaðarskýrslu hafi verið komið inn á að fasteignamarkaðurinn sýndi fyrstu merki áhrifa hertrar peningastefnu Seðlabankans. Nú séu merki um slíkt orðin skýrari. Íbúðum í sölu hafi fjölgað hratt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu séu nú 1.067 íbúðir til sölu en í lok júlí hafi þær verið 700 talsins. Þannig sé um að ræða 52 prósenta aukningu. Þegar minnst hafi verið í byrjun febrúar á þessu ári hafi aðeins 437 íbúðir verið á sölu á svæðinu. Þar að auki hafi kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkað nokkuð á milli mánaða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem voru aðeins 378 útgefnir kaupsamningar í júlí. Fjöldi kaupsamninga í einum mánuði hefur eki verið jafn lítill síðan árið 2013 en um er að ræða bráðabirgðatölur. Fleiri hafa ekki starfað í byggingariðnaði síðan haustið 2008 Fram kemur í skýrslunni að umsvif á byggingarmarkaði virðist í hæstu hæðum um þessar mundir. Velta á markaðnum hafi ekki verið jafn mikil eins og á síðasta veltutímabili, frá maí fram í júní, frá því að mælingar hófust í upphafi árs 2008 ef miðað er við árstíðaleiðréttar tölur á föstu verðlagi, eða 77,5 milljarða króna. Aðrir mælikvarðar gefi einnig til kynna mikil umsvif. Um 15.760 hafi verið starfandi í byggingariðnaði í júlí miðað við árstíðaleiðréttar tölur, sem sé litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafi ekki verið fleiri starfandi í greininni síðan á haustmánuðum 2008. Þá sé mikill fjöldi nýskráðra fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fjöldi gjaldþrota ekki verið lægri frá upphafi mælinga. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir septembermánuðk. Þar segir að sérstaklega hafi dregist úr því að íbúðir seljist meira en 5 prósentum yfir ásettu verði og sér í lagi meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Í júlí hafi 14,8 prósent íbúða selst svo mikið yfir ásettu verði á meðan hlutfallið var hæst 35,2 prósent í apríl. Þá segir í skýrslunni að í síðustu mánaðarskýrslu hafi verið komið inn á að fasteignamarkaðurinn sýndi fyrstu merki áhrifa hertrar peningastefnu Seðlabankans. Nú séu merki um slíkt orðin skýrari. Íbúðum í sölu hafi fjölgað hratt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu séu nú 1.067 íbúðir til sölu en í lok júlí hafi þær verið 700 talsins. Þannig sé um að ræða 52 prósenta aukningu. Þegar minnst hafi verið í byrjun febrúar á þessu ári hafi aðeins 437 íbúðir verið á sölu á svæðinu. Þar að auki hafi kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fækkað nokkuð á milli mánaða, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem voru aðeins 378 útgefnir kaupsamningar í júlí. Fjöldi kaupsamninga í einum mánuði hefur eki verið jafn lítill síðan árið 2013 en um er að ræða bráðabirgðatölur. Fleiri hafa ekki starfað í byggingariðnaði síðan haustið 2008 Fram kemur í skýrslunni að umsvif á byggingarmarkaði virðist í hæstu hæðum um þessar mundir. Velta á markaðnum hafi ekki verið jafn mikil eins og á síðasta veltutímabili, frá maí fram í júní, frá því að mælingar hófust í upphafi árs 2008 ef miðað er við árstíðaleiðréttar tölur á föstu verðlagi, eða 77,5 milljarða króna. Aðrir mælikvarðar gefi einnig til kynna mikil umsvif. Um 15.760 hafi verið starfandi í byggingariðnaði í júlí miðað við árstíðaleiðréttar tölur, sem sé litlu minna en í júní þegar fjöldinn var um 15.800. Fyrir utan júní hafi ekki verið fleiri starfandi í greininni síðan á haustmánuðum 2008. Þá sé mikill fjöldi nýskráðra fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og fjöldi gjaldþrota ekki verið lægri frá upphafi mælinga.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Stefna á tuttugu þúsund íbúðir á næstu fimm árum Flýta þarf uppbyggingu íbúða eigi rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis á næstu árum að ganga eftir. Þetta kom fram á fyrsta fundi um framkvæmd samningsins í dag. 13. september 2022 16:19
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55
Íbúðaframboð eykst hratt Framboð íbúða til sölu hefur aukist hratt undanfarið. Á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð aukist um 45 prósent á einum mánuði. 30. ágúst 2022 11:41