Athygli vekur að Erling Haaland, sem farið hefur á kostum sem framherji Manchester City, er ekki í hópi tíu bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt þeim tölum sem leikmenn fá í leiknum.
Liðsfélagi hans, Kevin De Bruyne, er sá eini úr ensku úrvalsdeildinni sem er í hópi þeirra bestu, með 91 í einkunn. Sömu stig fá þeir Kylian Mbappé og Lionel Messi hjá PSG, og Robert Lewandowski hjá Barcelona.
Tíu efstu í ensku úrvalsdeildinni:
- 91 Kevin De Bruyne, Man. City
- 90 Mohamed Salah, Liverpool
- 90 Virgil van Dijk, Liverpool
- 90 Cristiano Ronaldo, Man. Utd
- 89 Son Heung-min, Tottenham
- 89 Casemiro, Man. Utd
- 89 Alisson, Liverpool
- 89 Harry Kane, Tottenham
- 89 Ederson, Man. City
- 89 N'Golo Kanté, Chelsea
Haaland er einn af fjórum leikmönnum City sem koma næstir á eftir þeim tíu bestu í ensku úrvalsdeildinni, með 88 í einkunn. Hinir eru Joao Cancelo, Ruben Dias og Bernardo Silva.
The world's best in the World's Game
— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) September 12, 2022
The #FIFA23 Top 23 have landed https://t.co/iPTBqb2pqq#FIFARatings pic.twitter.com/1cIPCrhnXh
Haaland hefur skorað samtals tólf mörk í aðeins sjö leikjum, í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni, frá því að hann kom til Manchester City í sumar frá Dortmund. Hann verður í eldlínunni með City í kvöld þegar liðið mætir einmitt Dortmund.