Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 11:30 Valsmenn hafa borið höfuð og herðar yfir önnur íslensk lið síðustu ár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“. Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira