„Veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 12:56 Sif Atladóttir er búin að koma sér vel fyrir á Selfossi eftir langan feril í atvinnumennsku. mynd/UMF Selfoss Landsliðskonunni Sif Atladóttur var hrósað í hástert í Bestu mörkunum eftir 1-1 jafntefli Selfyssinga við Stjörnuna í Bestu deildinni. Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
Selfyssingar tilkynntu í gær að Sif hefði skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. Hún verður orðin 39 ára í lok samningstímans en lætur engan bilbug á sér finna og er enn hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM í sumar. „Ég veit eiginlega ekki úr hverju Sif er gerð. Sjáið bara hreyfingarnar. Hún á ekki að vera á léttasta skeiði en hún virkar þannig fyrir mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir í Bestu mörkunum, þegar skoðaðar voru klippur af Sif úr 1-1 jafntefli Selfoss við Stjörnuna í síðustu umferð. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Sif og Selfoss „Jú, jú, hún er algjörlega á léttasta skeiði. Hún étur allt upp og var stórkostleg í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Margrét benti þó einnig á að misheppnuð sending Sifjar hefði átt sinn þátt í marki Stjörnunnar. „Sorrí Sif, við getum ekki bara verið góðar við þig,“ sagði Margrét létt. „Góð lið refsa auðvitað og hún var eðlilega ósátt við sig. Góðir leikmenn gera mistök. Hún sparkar í stöngina þarna, hundfúl út í sjálfa sig,“ sagði Margrét en bætti við hve dýrmæt Sif væri fyrir Selfossliðið: „Maður spyr sig stundum hvar varnarleikurinn væri hjá Selfossi ef hennar nyti ekki við.“ Fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel Nýr samningur Sifjar gildir eins og fyrr segir til ársins 2024 og Helena spurði sérfræðingana sína hvort þær teldu að Sif myndi í alvörunni spila áfram næstu tvö árin: „Já, af hverju ekki. Kona í þessu standi. Hún er líka svo mikill leiðtogi. Maður veit ekkert hvernig málin þróast hjá henni næstu tvö árin og mögulega verður hún lykilleikmaður áfram. En eins og ég þekki hana er hún klárlega líka karakterinn í að stíga til baka ef það koma sterkari leikmenn inn, og vera þá í einhvers konar leiðtogahlutverki á hliðarlínunni. Hún er svo mikil eðalmanneskja hún Sif að hún fer í öll hlutverk sem hún fær og leysir þau ljómandi vel,“ sagði Margrét en umræðuna í heild má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira