„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 15:00 Elísa Viðarsdóttir og Cyera Hintzen bjuggu til afar laglegt mark fyrir Val gegn Breiðabliki. VÍSIR/VILHELM Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira
Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira