Mikil vonbrigði í Mosó með áframhaldandi urðun í bakgarðinum Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 14:23 Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi átti að loka fyrir árs 2023. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir. Sorpa Ljóst er að ekki verður hægt að loka urðunarstað Sorpu í Álfsnesi fyrir lok árs 2023 líkt og samið var um fyrir tveimur árum. Viðræður Sorpu við sveitarfélög um framtíðarurðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið hefur enn engan árangur borið. Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ. Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ.
Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22