Stofna minningarsjóð Gunnars Karls Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 16:07 Gunnar Karl lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Rizza Fay Elíasdóttir Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks. Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1 (NF1) sem kallast taugatrefjaæxlager á íslensku. Einn af hverjum 4.500 einstaklingum fá þennan sjúkdóm en hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Sjúkdómurinn lagðist afar þungt á Gunnar Karl. Gunnar Karl þurfti að fara í fjölda aðgerða á ævi sinni, meðal annars á fótum, hrygg og mjöðm en þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur hans tekinn af við hné. Rætt var við Gunnar Karl um aðgerðina og árin fram að henni í Ísland í dag árið 2014. Gunnar Karls var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðs fólks og var afar virkur í háskólapólitíkinni. Þar var hans helsta baráttumál bætt aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Í samtali við fréttastofu segir Hrefna Haraldsdóttir, systir Gunnars Karls, að með stofnun sjóðsins vilji fjölskylda hans halda helsta baráttumáli Gunnars Karls á lofti. Einstaklingar með fötlun geta sótt um styrk í sjóðinn vegna náms, tómstunda, íþróttaiðkunar eða annarra málefna sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, en hann var einn þeirra sem fór tíu kílómetra í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2017 til styrktar Gunnari Karli. Hægt er að lesa nánar um sjóðinn á heimasíðunni gunnarkarl.is. Þar er einnig hægt að sækja um styrki úr sjóðnum. Minningarsjóður Gunnars Karls Haraldssonar: Kennitala: 480922-0500 Reikningsnúmer: 0582-14-250994 Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22 Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1 (NF1) sem kallast taugatrefjaæxlager á íslensku. Einn af hverjum 4.500 einstaklingum fá þennan sjúkdóm en hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Sjúkdómurinn lagðist afar þungt á Gunnar Karl. Gunnar Karl þurfti að fara í fjölda aðgerða á ævi sinni, meðal annars á fótum, hrygg og mjöðm en þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur hans tekinn af við hné. Rætt var við Gunnar Karl um aðgerðina og árin fram að henni í Ísland í dag árið 2014. Gunnar Karls var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðs fólks og var afar virkur í háskólapólitíkinni. Þar var hans helsta baráttumál bætt aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Í samtali við fréttastofu segir Hrefna Haraldsdóttir, systir Gunnars Karls, að með stofnun sjóðsins vilji fjölskylda hans halda helsta baráttumáli Gunnars Karls á lofti. Einstaklingar með fötlun geta sótt um styrk í sjóðinn vegna náms, tómstunda, íþróttaiðkunar eða annarra málefna sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, en hann var einn þeirra sem fór tíu kílómetra í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2017 til styrktar Gunnari Karli. Hægt er að lesa nánar um sjóðinn á heimasíðunni gunnarkarl.is. Þar er einnig hægt að sækja um styrki úr sjóðnum. Minningarsjóður Gunnars Karls Haraldssonar: Kennitala: 480922-0500 Reikningsnúmer: 0582-14-250994
Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22 Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22
Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14