„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“ Jón Már Ferro skrifar 15. september 2022 22:30 Bjarni á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm „Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli. „Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum. ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Við hittum bara á daginn okkar. Við erum líka bara búnir að leggja hart að okkur og við erum með fullt af hæfileikum í þessu liði.“ Þrátt fyrir frábæran leik var Bjarni jarðbundinn og stóískur aðspurður hvort að það hafi ekki allt gegnið upp. „Þetta er bara svolítið fyndið. Maður tapar, þá er maður eitthvað, allt ómögulegt. Svo vinnur maður og allt frábært. Auðvitað er fullt sem við þurfum að laga og þetta er langt tímabil. Við gerum bara nákvæmlega það sem við gerðum eftir síðasta leik. Við bara vöknum á morgun og reynum að verða betri.“ Eðlilega var þjálfari Breiðhyltinga stoltur af sinu liði. Sérstaklega vegna þess að ÍR-ingum var spáð falli fyrir tímabilið. „Mér fannst bara mjög mikið hjarta í strákunum og mér fannst þeir koma út úr skelinni miðað við síðasta leik. Við töluðum mikið um það, það er búið að afskrifa okkur svolítið. Við höfum aldrei neinu að tapa þannig við eigum ekkert að vera stressaðir heldur fullir tilhökkunnar og keyra á þetta innan okkar skipulags. Mér fannst þeir ná því bara vel í dag. Varnarleikurinn var heillt yfir, þar til við fórum að missa aðeins undir lokin, var mjög góður. Mér fannst þeir líka ná að keyra tempóið svolítið vel upp.“ Bjarni útskýrði hvernig það hafi verið að leggja upp varnarleik á móti jafn góðu liði og Haukum. „Það er ekkert grín að setja upp varnarleik á móti svona liði sem er eiginlega með tvær línur. Það er að segja, þeir eru með skotmenn svo eru þeir með frábæra maður á mann leikmenn. Við vorum bara með ákveðið skipulag í huga og það er það sem skóp þennan virkilega góða varnarleik var að hjálparvörnin var frábær. Ákefðin var svo góð, nota hendurnar, tilbúnir að fórna sér og það er það sem gerði þetta extra.“ ÍR-ingar eru búnir að bíða lengi eftir nýrri æfinga og keppnishöll. „Þetta er svolítið merkilegt fyrir okkur sem erum rótgrónir ÍR-ingar, þá erum við búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum 6 ára eða eitthvað, þannig við erum komin heim.“ „Við erum bara að verða félag, það er bara það sem er að gerast,“ sagði hrærður Bjarni að lokum.
ÍR Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. 15. september 2022 21:00