Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 06:24 Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, er látinn 84 ára að aldri. Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra er látinn 84 ára að aldri. Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins í tæpan áratug og var Alþingismaður í tæpa þrjá áratugi. Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu í morgun þar sem fram kemur að Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Arnalds, útgefandi og stórkaupmaður og Guðrún Jónsdóttir Laxdal kaupkona. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla á árunum 1959 til 1961 áður en hann sneri aftur heim og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1968. Ragnar kenndi við Gagnfræðiskólann í Flensborg í Hafnarfirði árin 1958 til 159, Gagnfræðiskóla Vesturbæjar í Reykjavík árin 1967 til 1969 og við Gagnfræðiskólann við Laugalæk árin 1969 til 1970 en haustið 1970 var hann settur skólastjóri við barna- og unglingskólann í Varmahlíð í Skagafirði þar sem hann starfaði til ársins 1972. Ragnar var landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra frá árinu 1963 til 1967 og sat sem alþingismaður frá 1971 til 1999. Hann var þá menntamála- og samgönguráðherra frá 1978 til 1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983. Hann varð þá fyrsti varaforseti Alþingis 1995 til 1999. Ragnar var þá virkur í menningarmálum en hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar árið 1960, Dagfara frá 1961 til 1962 og Nýrrar útsýnar árið 1969. Þá samdi Ragnar leikrit, meðal annars Uppreisn á Ísafirði sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1986 og Sveitasinfóníu sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp árið 1988. Auk þess skrifaði hann skáldsögurnar Eldhuginn - sagan um Jörund, Drottning rís upp frá dauðum og Keisarakokteilinn, sem komu út á milli 2005 og 2018. Auk þess skrifaði Ragnar tvær æviminningabækur, Æskubrek á atómöld og Gandreið á geimöld sem komu út 2017 og 2018. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína, Hallveigu Thorlacius brúðuleikara, og dæturnar Guðrúnu og Helgu. Andlát Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Frá þessu er sagt í Morgunblaðinu í morgun þar sem fram kemur að Ragnar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Arnalds, útgefandi og stórkaupmaður og Guðrún Jónsdóttir Laxdal kaupkona. Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1958 og stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla á árunum 1959 til 1961 áður en hann sneri aftur heim og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1968. Ragnar kenndi við Gagnfræðiskólann í Flensborg í Hafnarfirði árin 1958 til 159, Gagnfræðiskóla Vesturbæjar í Reykjavík árin 1967 til 1969 og við Gagnfræðiskólann við Laugalæk árin 1969 til 1970 en haustið 1970 var hann settur skólastjóri við barna- og unglingskólann í Varmahlíð í Skagafirði þar sem hann starfaði til ársins 1972. Ragnar var landskjörinn þingmaður fyrir Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra frá árinu 1963 til 1967 og sat sem alþingismaður frá 1971 til 1999. Hann var þá menntamála- og samgönguráðherra frá 1978 til 1979 og fjármálaráðherra frá 1980 til 1983. Hann varð þá fyrsti varaforseti Alþingis 1995 til 1999. Ragnar var þá virkur í menningarmálum en hann var ritstjóri Frjálsrar þjóðar árið 1960, Dagfara frá 1961 til 1962 og Nýrrar útsýnar árið 1969. Þá samdi Ragnar leikrit, meðal annars Uppreisn á Ísafirði sem Þjóðleikhúsið sýndi árið 1986 og Sveitasinfóníu sem Leikfélag Reykjavíkur setti upp árið 1988. Auk þess skrifaði hann skáldsögurnar Eldhuginn - sagan um Jörund, Drottning rís upp frá dauðum og Keisarakokteilinn, sem komu út á milli 2005 og 2018. Auk þess skrifaði Ragnar tvær æviminningabækur, Æskubrek á atómöld og Gandreið á geimöld sem komu út 2017 og 2018. Ragnar lætur eftir sig eiginkonu sína, Hallveigu Thorlacius brúðuleikara, og dæturnar Guðrúnu og Helgu.
Andlát Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira