Flokkarnir hafi verið gerðir að ríkisstofnunum með háum framlögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 10:49 Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem há opinber framlög til stjórnmálaflokka eru gagnrýnd. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að dregið verði úr opinberum fjárstuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir segja há framlög til flokkanna undanfarin ár hafa dregið úr stjórnmálastarfi þeirra. Flokkarnir hafi í raun verið gerðir að ríkisstofnunum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“ Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Diljá Mist Einarsdóttir. Í greinargerð með frumvarpinu er vísað til þess að opinber framlög til stjórnmálaflokka hafi margfaldast á undanförnum árum og sé nú helsta tekjulind þeirra. Samkvæmt núgildandi lögum eiga stjórnmálasamtök sem hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% prósent atkvæða rétt til framlaga. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum. Um 700 milljónir til skiptanna Framlög til stjórnmálaflokka á þessu ári frá hinu opinbera nema 728,2 milljónum króna. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að þetta framlag lækki, en verði þó 692 milljónir króna. Í greinargerðinni segir að hin síhækkandi framlög hafi í reynd gert stjórnmálaflokka landsins að ríkisstofnunum. Það sé eindregið mat flutningsmanna frumvarpsins að hin háu framlög til flokkanna dragi úr stjórnmálastarfi flokkanna sem og tengslum þeirra við flokksmenn og atvinnulífið, „enda þurfa flokkarnir sífellt minna á þeim að halda í öruggum faðmi hins opinbera,“ eins og það er orðað í greinargerðinni. „Grundvöllur þess að stjórnmálaflokkar séu hornsteinn lýðræðis í landinu er sá að þar fari fram virk starfsemi og þjóðmálaumræða, en ríkiskostunin hefur dregið úr hvata flokkanna til að sinna því hlutverki. Það er öfugþróun enda eru stjórnmálaflokkar einungis skipulögð lýðræðisleg samtök fólksins sem þá myndar. Í framkvæmd hefur fjárstyrkur hins opinbera því hamlað starfsemi og sjálfstæði stjórnmálaflokka sem gengur þvert á upphaflegt markmið með setningu laganna.“ Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásmunur Friðriksson er einnig einn af þeim sex þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins.Vísir/Vilhelm Leggja flutningsmenn frumvarpsins því til að styrkir hins opinbera til stjórnmálaflokka verði lækkaðir. Samhliða því leggja þeir til að heimildir flokkanna til sjálfstæðrar tekjuöflunar verði rýmkaðar, með því að hækka hámarksframlög til flokka frá einstaklingum og lögaðilum. Vilja einnig hækka þröskuldinn til að fá framlög Einnig er lagt til að lágmarksatkvæðafjöldi stjórnmálasamtaka sem geti fengið úthlutað fé úr ríkissjóði verði hækkaður úr 2,5 prósent í 4 prósent. „Þar vegast á sjónarmið annars vegar um að mikilvægt sé að undanskilja ekki sjálfkrafa flokka sem hafa ekki náð manni kjörnum á Alþingi í þágu lýðræðis og almennra skoðanaskipta og hins vegar að hlutfallstalan hvetji ekki fólk til framboðs vegna möguleikans á fjáröflun, enda er það ólýðræðislegt að úthluta háum fjármunum skattgreiðenda í þágu stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem þeir hafi hafnað í lýðræðislegum kosningum.“
Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Miðflokkurinn Samfylkingin Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00