„Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 17:26 Adam Ægir Pálsson skoraði eitt og lagði upp þrjú í dag. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt í 4-8 sigri gegn Fram. „Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, sérstaklega afþví að við unnum. Þetta var nokkuð ljóst að þetta var allt fyrir áhorfendur, hvað skoruðum við átta?“ „Mér fannst ég byrja ágætlega, svo dett ég í góðar stöður og næ að leggja upp þrjú mörk og svo næ ég að setja eitt í lokin sem var sætt því ég fékk nokkur færi. Mér leið vel í leiknum og gott að ná að auka á stoðsendingarnar og mörkin.“ Þrátt fyrir að skora átta mörk var Keflavík minna með boltann í leiknum en nýttu sóknirnar sínar vel. „Við höfum ekkert verið þekktir fyrir að vera með boltann í allt sumar en það hefur oftast gengið vel fyrir okkur. Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks.“ Adam kom með beinum hætti að helming marka Keflvíkinga. „Tvö af þeim voru góðar hornspyrnur, við höfum lagt upp með að skora mikið úr hornspyrnum. Við erum búnir að leggja það upp á æfingasvæðinu og ég náði bara að senda hann fyrir vel í hornspyrnunum. Svo í þriðju stoðsendingunni, var þetta góður bolti og frábær skalli hjá Kian, sem hljóp bara á boltann.“ Adam er í láni frá Víkingum en klárar tímabilið með Keflvíkingum og er nokkuð brattur á framhaldið. „Framhaldið hjá mér er allavega að klára þessa fimm leiki sem eru eftir hjá Keflavík. Klára það með stæl, reyna skora og leggja eins mikið upp og ég get. Líka að vinna eins marga leiki og hægt er. Svo tekur bara við undirbúningstímabil með Víking, svo veit ég ekkert hvað gerist.“ Að mati Adams hefur sumarið verið sveiflukennt. „Það er búið að vera upp og niður. Það hafa verið sveiflur hjá okkur en heillt yfir höfum við staðið okkur vel.“ Voru vonbrigði að komast ekki í efri helming deildarinnar? „Já að einhverju leyti, við erum búnir að spila vel í sumar og leiðinlegt að komast ekki í top sex,“ sagði Adam að lokum. Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
„Þetta er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað, sérstaklega afþví að við unnum. Þetta var nokkuð ljóst að þetta var allt fyrir áhorfendur, hvað skoruðum við átta?“ „Mér fannst ég byrja ágætlega, svo dett ég í góðar stöður og næ að leggja upp þrjú mörk og svo næ ég að setja eitt í lokin sem var sætt því ég fékk nokkur færi. Mér leið vel í leiknum og gott að ná að auka á stoðsendingarnar og mörkin.“ Þrátt fyrir að skora átta mörk var Keflavík minna með boltann í leiknum en nýttu sóknirnar sínar vel. „Við höfum ekkert verið þekktir fyrir að vera með boltann í allt sumar en það hefur oftast gengið vel fyrir okkur. Þeir mega alveg vera með boltann mín vegna, því það sést hverjir vinna í lok leiks.“ Adam kom með beinum hætti að helming marka Keflvíkinga. „Tvö af þeim voru góðar hornspyrnur, við höfum lagt upp með að skora mikið úr hornspyrnum. Við erum búnir að leggja það upp á æfingasvæðinu og ég náði bara að senda hann fyrir vel í hornspyrnunum. Svo í þriðju stoðsendingunni, var þetta góður bolti og frábær skalli hjá Kian, sem hljóp bara á boltann.“ Adam er í láni frá Víkingum en klárar tímabilið með Keflvíkingum og er nokkuð brattur á framhaldið. „Framhaldið hjá mér er allavega að klára þessa fimm leiki sem eru eftir hjá Keflavík. Klára það með stæl, reyna skora og leggja eins mikið upp og ég get. Líka að vinna eins marga leiki og hægt er. Svo tekur bara við undirbúningstímabil með Víking, svo veit ég ekkert hvað gerist.“ Að mati Adams hefur sumarið verið sveiflukennt. „Það er búið að vera upp og niður. Það hafa verið sveiflur hjá okkur en heillt yfir höfum við staðið okkur vel.“ Voru vonbrigði að komast ekki í efri helming deildarinnar? „Já að einhverju leyti, við erum búnir að spila vel í sumar og leiðinlegt að komast ekki í top sex,“ sagði Adam að lokum.
Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira