„Þurfum að brýna stálið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:27 Jón Þór Hauksson og Skagamenn hafa fimm leiki til að bjarga sér frá falli. vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni, 1-2, í fallslag í Bestu deild karla í dag. Skagamenn skoruðu öll þrjú mörk leiksins. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Skagamenn voru súrir og svekktir í leikslok.vísir/diego Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu.
Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira