Handbolti

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Erlangen með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fara vel af stað.
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fara vel af stað. Getty Images

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og HC Erlangen eru enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sigra í kvöld.

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu afar sannfærandi 13 marka sigur er liðið heimsótti Stuttgart í kvöld, 30-43.

Löwen leiddi með fimm marka mun þegar flautað var til hálfleiks, 16-21, og liðið jók forskot sitt umtalsvert í þeim síðari.

Ýmir komst ekki á blað fyrir Löwen í kvöld, en liðið er nú með átta stig af átta mögulegum eftir fjóra leiki.

Þá eru lærisveinar Ólafs Stefánssonar í HC Erlangen einnig með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, en liðið vann góðan þriggja marka útisigur gegn Hamm-Westfalen, 29-32.

Erlangen og Löwen eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa unnið alla fjóra leiki sína í upphafi tímabils og deila því toppsætinu. Bæði Kiel og Magdeburg geta þó jafnað þau að stigum, en þau hafa unnið þrjá af sínum fyrstu þrem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×