Stúkan valdi úrvalslið Bestu-deildarinnar: Ekkert pláss fyrir Kristal því hann fór Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 23:31 Reynir Leósson var eitthvað fúll út í Kristal Mána Ingason eftir að hann yfirgaf deildina og gaf honum því ekki sæti í úrvalsliði sínu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Stúkunnar gerðu upp tímabilið í Bestu-deild karla í gærkvöldi eftir að hinum hefðbundnu 22 umferðum lauk. Meðal þess sem var á dagskrá var að kynna úrvalslið deildarinnar sem þeri Reynir Leósson og Lárus Orri Sigurðsson settu saman. Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Stúkan Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Þrátt fyrir að tímabilinu sé ekki lokið í Bestu-deildinni var ákveðið að Reynir og Lárus ættu að setja saman sín úrvalslið úr leikmönnum deildarinnar. Farmundan er úrslitakeppni Bestu-deildarinnar og Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, fullvissaði áhorfendur um það að þegar henni væri lokið yrðu úrvalslið hennar sett saman. Reynir Leósson kynnti liðið sitt fyrst til leiks. Eðlilega komu flestir leikmenn liðsins úr efstu liðum deildarinnar, en topplið Breiðabliks á fjóra fulltrúa og Íslandsmeistarar Víkings eiga þrjá. Þá eiga KA-menn, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar, tvo fulltrúa í liðinu. Að lokum er Valsarinn Frederik Schram í markinu og Framarinn Guðmundur Magnússon í fremstu víglínu. Þá vakti kannski athygli einhverra að Kristall Máni Ingason, fyrrverandi leikmaður Víkings, komst ekki í liðið, en Reynir hafði þó skýringar á því. „Maður átti í smá vandræðum með þetta, en þetta er liðið sem ég setti saman. Af hverju er Kristall ekki þarna? Ég fór í fýlu út í hann af því að hann fór,“ sagði Reynir léttur, en Kristall Máni gekk í raðir norska stórliðsins Rosenborg á miðju tímabili. Úrvalslið Reynis Leóssonar.Vísir/Stöð 2 Sport Úrvalslið Reynis Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Næst var komið að Lárusi, en hann valdi keimlíkt lið og kollegi sinn. Hann gerði þó tvær breytingar á vörninni og þá var Lárus ekki í neinni fýlu út í Kristal Mána og gaf honum sæti í liðinu. Reyndar benti Guðmundur á þá staðreynd að Lárus hafi valið þrjá leikmenn í sitt lið sem væru farnir úr deildinni. „Er þetta ekki tilgangurinn?“ spurði Lárus. „Þeir eru að spila hérna á Íslandi til þess að komast út. Þeir komust út af því að þeir stóðu sig svo vel og þar með eru þeir í liðinu hjá mér.“ Úrvalslið Lárusar. Úrvalslið Lárusar Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Logi Tómasson (Víkingur) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Markvörður: Frederik Schram (Valur) Vörn: Ívar Örn Árnason (KA) Damir Muminovic (Breiðablik) Oliver Ekroth (Víkingur) Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Miðja: Pablo Punyed (Víkingur) Rodrigo Gomes Mateo (KA) Kristall Máni Ingason (Víkingur) Sókn: Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Guðmundur Magnússon (Fram) Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stúkan Besta deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira