Segir formanninum að mæta á leiki áður en hann tjáir sig Atli Arason skrifar 19. september 2022 23:30 Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR. KR Hildur Björg Kristjánsdóttir, leikmaður KR, virðist vera ósátt við ummæli Páls Kristjánssonar, formann knattspyrnudeildar KR. Hildur segir Páli að mæta á leiki KR áður en hann tjáir sig um mál liðsins. Páll sagði í viðtali við 433.is að hann skilji gremju leikmanna og þjálfara KR en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum. Hildur Björg svaraði frétt 433 á Twitter. „Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur, sem á þar væntanlega við að kvartanir leikmanna KR hafi komið á borð Páls áður. Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022 Þetta mál á allt rætur sínar að rekja í skort á sjálfboðaliðum á leik KR og Selfoss í Bestu-deild kvenna í gær. Þar þurfti Hannah Tillet að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur eða réttir sjálfboðaliðar voru þá til staðar. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Christopher Harrington, annar að þjálfurum KR, að félagið yrði að sýna stelpunum virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. „Í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri í karla bolta þá væri þetta ekki neitt mál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvenna bolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera,“ sagði Harrington. Í viðtali við Stöð 2 í dag sagðist Páll formaður sinna nær öllum störfum sjálfboðaliða á leikjum KR að vallarþul frátöldum. Formaðurinn segir skort á sjálfboðaliðum m.a. endurspeglast í slæmu gengi liðsins. KR tapaði leiknum á móti Selfoss 3-5 og féll þar með úr Bestu-deildinni. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Páll sagði í viðtali við 433.is að hann skilji gremju leikmanna og þjálfara KR en hann hefði frekar viljað fá kvartanir á sitt borð heldur en að lesa um þær í fjölmiðlum. Hildur Björg svaraði frétt 433 á Twitter. „Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr,“ skrifaði Hildur, sem á þar væntanlega við að kvartanir leikmanna KR hafi komið á borð Páls áður. Kannski betra að mæta á leiki áður en þú tjáir þig um þetta og segir að þetta hafi ekki komið upp á þitt borð fyrr… https://t.co/Py2vfVVfwM— Hildur Björg (@HildurBjorgK) September 19, 2022 Þetta mál á allt rætur sínar að rekja í skort á sjálfboðaliðum á leik KR og Selfoss í Bestu-deild kvenna í gær. Þar þurfti Hannah Tillet að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur eða réttir sjálfboðaliðar voru þá til staðar. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Christopher Harrington, annar að þjálfurum KR, að félagið yrði að sýna stelpunum virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. „Í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri í karla bolta þá væri þetta ekki neitt mál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvenna bolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konum líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera,“ sagði Harrington. Í viðtali við Stöð 2 í dag sagðist Páll formaður sinna nær öllum störfum sjálfboðaliða á leikjum KR að vallarþul frátöldum. Formaðurinn segir skort á sjálfboðaliðum m.a. endurspeglast í slæmu gengi liðsins. KR tapaði leiknum á móti Selfoss 3-5 og féll þar með úr Bestu-deildinni.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25