Vilja stækka Hundavinahópinn: „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. september 2022 17:32 Ljósmyndarinn Malen Áskelsdóttir tók myndir að sjálfboðaliðum og hundunum að störfum fyrir lokaverkefnið sitt en fjölmargir nýta sér þjónustuna. Samsett/Malen Áskelsdóttir Hundavinir Rauða krossins leita að sjálfboðaliðum sem vilja bætast í starfið en þegar eru 42 virk pör sem sinna heimsóknum til einstaklinga og stofnana. Verkefnastjóri segir alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru allir og hundar þeirra, stórir sem smáir, velkomnir. Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð. Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Um er að ræða eitt af vinaverkefnum Rauða krossins en í því felst að sjálfboðaliði heimsækir notenda einu sinni í viku með hund. Karen Björg Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Hundavina, segir það einna helst félagslega einangraðir hópar sem nýta sér þjónustuna. Þá óska stofnanir á borð við Landspítala og Hrafnistu oft eftir aðstoð. „Þá er bara safnað í lítinn hóp, kannski sex til átta einstaklingar og hundavinur mætir þá einu sinni í viku, í fjörutíu mínútur til klukkutíma, og gerir það bara af sinni eigin gæsku,“ segir Karen en eins og stendur eru 42 virk pör í hópnum og eru fleiri skráðir sem eru ekki virkir eins og er, af ýmsum ástæðum. Hundarnir sem sinna verkefnum eru stórir sem smáir. „Þeim mun fleiri sem við náum til, því betra er það fyrir okkar skjólstæðinga sem eru að óska eftir þjónustu eða aðstoð,“ segir hún enn fremur. „Svo er það bara frábær leið að komast inn í sjálfboðaliðastarf, að nota hundinn ef fólk á slíka.“ Hundavinir sem vilja komast í hópinn þurfa til að byrja með að fara með hundinn sinn í grunnhundamat sem fer fram tvisvar á ári og verður næst 28., 29. og 30. september. Þar eru hundar metnir út frá ýmsum þáttum til að sjá hvort þeir henti. „Hér eru hundar metnir í ýmiskonar aðstæðum sem koma gjarnan upp í heimsóknum og matsaðilar setja þessar aðstæður sem sagt á svið og fylgjast með því hvernig hundarnir bregðast við,“ segir Auður Sif Sigurgeirsdóttir, sjálfboðaliði úr hundavinateymi Rauða krossins. „Vinaverkefnið Hundavinir er tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á samveru með öðru fólki og hefur gaman af mannlegum samskiptum,“ segir hún enn fremur en meginmarkmiðið er sporna gegn félagslegri einangrun. Sjálfboðaliðarnir eru einnig alls konar. Fara einnig með verkefnið út á land Skilyrði fyrir þátttöku eru að sjálfboðaliðinn sé eldri en átján ára og að hundurinn sé eldri en tveggja ára og ekki eldri en tíu ára en engin takmörk eru á stærð hundsins eða gerð. Standist hundurinn grunnmatið er sjálfboðaliðanum og hundi þeirra boðið að mæta á Hundavinanámskeiðið sem fer fram í október. Þá er stefnt á að koma sjálfboðaliðum upp víðar á landinu. „Í gangi er endurvakning á hundavinaverkefninu fyrir norðan, en þar hefur verkefnið nú þegar verið starfrækt í mörg ár en farið í dvala síðan fyrir Covid. Nú er sem sagt verið að efla það á ný,“ segir Karen. Þjónustan er eftirsótt og að sögn Karenar hafa þeir sem tekið hafa þátt í verkefninu yfirleitt ekki slæma hluti um það að segja. Þá sé komið til móts við þá sem þarfnast meiri sveigjanleika. „Þannig kannski komast ekki allir vikulega og þá koma þeir bara hálfs mánaðarlega. Við viljum bara að fólk átti sig á því að það þarf ekkert endilega að gefa allan handlegginn ef svo má segja, það telur allt,“ segir Karen. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hundar Félagasamtök Gæludýr Dýr Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira