Kristján heill heilsu eftir Covid og vill sýna að verðlaunin voru verðskulduð Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 08:01 Kristján Örn Kristjánsson var valinn besta hægri skytta frönsku 1. deildarinnar, einnar bestu deildar heims, á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Kristján Örn Kristjánsson endaði síðasta tímabil í Frakklandi á því að vera valinn besta hægri skytta deildarinnar, þrátt fyrir að hafa stóran hluta leiktíðar verið að jafna sig af því að veikjast illa vegna kórónuveirusmits sem hafði mikil áhrif á hann. Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján. Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Kristján, eða Donni eins og hann er kallaður, hefur byrjað nýja leiktíð vel með liði sínu PAUC og var markahæstur með sjö mörk í sigri gegn Istres í síðustu viku. Eftir því sem blaðamaður kemst næst er hann eini Íslendingurinn sem valinn hefur verið í úrvalslið frönsku deildarinnar og það sem gerir þann mikla árangur síðustu leiktíðar enn athyglisverðari er að þessi 24 ára handknattleiksmaður gat lengi vel ekki beitt sér af fullum krafti vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits. Kristján veiktist í lok mars í fyrra en var samt enn rétt að jafna sig þegar Ísland spilaði á EM í janúar á þessu ári. Hann segist nú vera orðinn heill heilsu. Hættara við því að verða lasinn „Síðasta tímabil fór fyrri helmingur tímabilsins svolítið í að ná þolinu upp, því ég tapaði því öllu þegar ég fékk Covid. Seinni helminginn var maður orðinn mjög þokkalegur og núna er heilsan eiginlega öll komin aftur myndi ég segja,“ segir Kristján í samtali við Vísi. „Ég er þó næmari fyrir því að verða lasinn og er til dæmis í dag frekar slappur,“ bætir hann við, en Vísir ræddi við Kristján í byrjun vikunnar. Fékk að „pústa“ á tíu mínútna fresti Þessi öfluga skytta átti erfitt með að beita sér lengur en í tíu mínútur í einu fyrstu mánuði síðustu leiktíðar en vann sig upp úr veikindunum í góðu samstarfi við þjálfara PAUC og liðsfélagana: „Ég náði að vinna þetta frekar vel með liðinu. Við vorum tvær hægri skyttur en hin var svolítið oft meidd. En ég náði stundum að taka „stuttu skiptinguna“, sleppa vörninni og spila bara sóknina, og það er alltaf rosalega „flashy“ að skora mörkin. Við náðum að púsla þessu vel saman í leikjum, þannig að ég fengi að pústa aðeins á tíu mínútna fresti, og þetta gekk mjög vel,“ segir Kristján sem ein sog fyrr segir var svo gott sem búinn að jafna sig þegar Evrópumótið fór fram í janúar, þar sem hálft landsliðið smitaðist hins vegar af veirunni, og átti frábæran seinni hluta leiktíðar í Frakklandi. Nú er ný leiktíð hafin og Kristján strax byrjaður að raða inn mörkum fyrir PAUC sem náði afar góðum árangri á síðustu leiktíð og endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar, sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ætlar að verða aftur besta skyttan „Ég er mjög ánægður með þessa byrjun. Ég tók sumarið mjög vel hérna úti og undirbjó mig vel fyrir tímabilið, eftir að það síðasta endaði svona vel. Ég vil fylgja því eftir. Ég væri líka til í að fá þessa viðurkenningu aftur, sem besta hægri skytta, til að stimpla þetta inn og sýna að þetta var ekki bara einhver heppni. Mann langar alltaf í meira,“ segir Kristján sem er uppalinn hjá Fjölni en fór þaðan til ÍBV og svo til PAUC sumarið 2020. „Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu í sumar þannig að gengið verður kannski alveg eins og síðustu tvö árin en við reynum náttúrulega að gera okkar besta. Markmiðin eru enn há. Við stefnum á að vinna Evrópukeppni og helst titil hérna í Frakklandi líka, þar sem við erum með deildina og tvær bikarkeppnir. Það væri líka fullkomið að ná sæti í Meistaradeild Evrópu en ég myndi alveg sætta mig við eitt af fjórum efstu sætunum í frönsku deildinni,“ segir Kristján.
Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða