Fólk getur varla hreyft sig án þess að vera tekið upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. september 2022 08:01 Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis segir fólk oft ekki átta sig á hvað það sé í raun að samþykkja þegar það samþykkir notendaskilmála. Vísir/Egill Sérfræðingur í netöryggismálum segir notendaskilmála öryggismyndavéla oft fela í sér að söluaðili búnaðarins geti notað myndefnið á nánast hvaða hátt sem er. Þá séu myndavélar komnar það víða að fólk geti varla hreyft sig lengur án þess að eiga von á að vera tekið upp. Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“ Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“
Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent