Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 09:00 Sander Sagosen er aðalmaður norska landsliðsins og leikmaður Kiel en mun halda heim til nýja ofurliðsins í Noregi, Kolstad, á næsta ári. Getty/Nikola Krstic Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira