„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 14:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með GOG gegn Barcelona en spænska stórveldið var lengi með hann í sigti sínu. EPA/Alberto Estévez Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu. Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn