Rölt um „ómanneskjulega hönnun“ nýja Orkuhússins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. september 2022 21:00 Urðarhvarf 8 er húsið sem um ræðir. Strætó stoppar hér rétt fyrir utan en það þarf að ganga hringinn í kring um húsið til að komast að inngangi þess. „Hönnunarslys“, jafnvel „ómanneskjuleg hönnun“ segja bíllausir um nýja Orkuhúsið í Urðarhvarfi. Þeir kvarta yfir hörmulegu aðgengi fyrir gangandi og hjólandi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022 Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Andri Snær Magnason rithöfundur vakti máls á þessu á Twitter-síðu sinni í gær. Í stuttu spjalli við fréttastofu í dag spyr Andri sig hver í ósköpunum hafi hannað svæðið því sá hljóti að hata lappir. Hann talar einfaldlega um ómanneskjulega hönnun á svæðinu. Það er ekki gert ráð fyrir aðkomu gangandi fólks að Orkuhúsinu við Urðarhvarf. Einhver hannaði þetta, samþykkti, fjárfesti. Einhver líklega á miðjum aldri sem gæti átt eftir 20 ár af svona skemmdarverkum. pic.twitter.com/yoIM2o0Ep4— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) September 21, 2022 Hvergi er gangstéttir að finna í kring um húsið. Til að komast að því þarf annað hvort að ganga yfir stórt bílastæði eða fara í gegn um stærðarinnar bílastæðahús. Í húsinu eru Domus barnalæknar og röntgendeild Orkuhússins. Í tilefni að bíllausa deginum, sem er haldinn í dag, skelltum við okkur í Strætó upp í Orkuhúsið til að hitta þar ritara Samtaka um bíllausan lífsstíl. Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan en þar kallar ritari samtakanna eftir því að verslanir og fyrirtæki fari að hugsa betur um þá sem ekki eiga bíl. Það er um fjórðungur Íslendinga sem ekki fer flestar ferðir sínar á einkabíl. Við eigum líka pening og jafnvel meiri pening en þeir sem eru að borga bifreiðatryggingar og að halda úti bíl. Þannig að við skulum versla við ykkur ef þið gerið almennilegt aðgengi að híbýlum ykkar," segir Inga Auðbjörg K. Straumland. Hún fer yfir það sem betur mætti fara fyrir hjólandi og gangandi í samfélaginu í viðtalinu hér að ofan á meðan við röltum í gegn um bílastæðahús Orkuhússins. Við erum ekki nógu mörg fyrir góðar almenningssamgöngur. En við erum nógu mörg fyrir þetta helvíti. pic.twitter.com/bGSsIpuuYW— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) June 27, 2022
Samgöngur Kópavogur Reykjavík Hjólreiðar Strætó Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira