Ferlinum væntanlega lokið en lífið að hefjast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2022 11:30 Ferli Mistar Edvardsdóttur er líklega lokið en hún fær nýtt hlutverk á næstu dögum. stöð 2 Mist Edvardsdóttir hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Hennar bíður hins vegar spennandi verkefni í einkalífinu. Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Mist meiddist í fyrri leik Vals og Slavia Prag í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrradag. Hana grunaði strax að hún hefði slitið krossband í hné. Mist ætti að þekkja einkennin en hún hefur þrisvar sinnum áður slitið krossband. Mist kom aftur eftir fyrstu þrjú krossbandsslitin en á ekki von því að koma aftur eftir það fjórða og ferilinn er því líklegast á enda. „Þetta var kunnugleg tilfinning. Ég var viss um að þetta væri það sem ég hef upplifað þrisvar áður; krossbandið. Ég á eftir að fá það staðfest en tilfinningin, sársaukinn, hreyfingin og svo fann ég smellinn,“ sagði Mist í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Mist hefur ekki bara komið aftur eftir þrjú krossbandsslit heldur einnig krabbamein. En hún á ekki von á því að snúa aftur á völlinn þegar krossbandið er gróið. „Mér finnst það líklegt að þetta hafi verið minn síðasti leikur. Maður vill ekki gefa neitt út en ég var farin að leiða hugann að því að hætta og alltaf með það á bak við eyrað að hætta áður en eitthvað svona myndi gerast,“ sagði Mist. „Ef þetta var minn síðasti leikur er ég þó þakklát fyrir að fá að enda á svona góðu tímabili. Við erum orðnar bikarmeistarar og langt komnar með deildina og vonandi klárum við það á laugardaginn og enda á tvennunni.“ Ef ferli Mistar segist hún hætta á toppnum en hún hefur sennilega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hún meðal annars valin leikmaður ársins af Bestu mörkunum. „Það er það sem ég tek út úr þessu. Ég hef áður sagt að ég hafi að einhverju leyti syrgt hvernig ferilinn fór. Veikindi og krossbandsslit settu sitt mark á hann. En ég geng stolt frá borði og sýndi að það var smá líf í mér undir lokin,“ sagði Mist. Klippa: Viðtal við Mist Edvardsdóttur Seinni leikur Vals og Slavia Prag fer fram næsta miðvikudag. Fyrir meiðslin var óvíst hvort Mist færi út til Prag þar sem kærasta hennar, Dóra María Lárusdóttir, er langt gengin með þeirra fyrsta barn. „Ég fer ekki út úr þessu. Þetta olli mér alveg hugarangri. Hún er komin 38 vikur og við eigum von á okkar fyrsta barni. Þetta olli mér smá svefnleysi, að fara út ef hún myndi fara af stað,“ sagði Mist sem hlakkar til komandi tíma, þótt fótboltaferlinum sé að öllum líkindum lokið. „Eins ömurlegt og það er fyrir fótboltamann að slíta krossband og enda ferilinn svona er þetta samt bara fótbolti. Núna eru mestu gleðifréttir lífsins að taka við býst ég við. Það er eins gott að hann verði skemmtilegur,“ sagði Mist hlæjandi að lokum. Viðtalið við Mist má sjá í heilu lagi í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti