Segir atvikið aðför að blaðamönnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 23. september 2022 21:06 Margréti var fylgt frá borði af lögreglu. VÍSIR/VILHELM, AÐSENT Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi. Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Margrét var á leiðinni til Rússlands og þaðan til Úkraínu til þess að taka upp heimildarmynd en búnað til þess hafi hún haft með sér í handfarangurstösku. Henni hafi verið tjáð af flugþjónum að ekki væri pláss fyrir töskuna í vélinni. Í tölvupósti sem hún segist hafa skrifað til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair segir hún frá því að flugþjónar hafi gefið henni afarkosti, annað hvort að setja handfarangurstöskuna með dýrum búnaði í farangursrými vélarinnar eða koma ekki með fluginu. Hún kveðst hafa fallist á það að taskan yrði sett í farangursrýmið en þegar í vélina hafi verið komið hafi hún séð að nóg pláss væri fyrir töskuna. Hún hafi bent flugfreyjum um borð á þá staðreynd en það hafi litlu breytt. „Þá gengur að mér flugfreyja og segir við mig að það sé grímuskylda og skipar mér að vera mér grímu, ég sagði við hana að það væri ekki grímuskylda á Íslandi og það væri löngu liðið, flugfreyjan segir þá við mig að það sé grímuskylda í Þýskalandi og því beri mér að vera með grímu,“ skrifar Margrét en hún bendir á það að flugfreyjan sem hafi sagt henni frá grímuskyldunni hafi sjálf ekki borið grímu. Aldrei upplifað jafn mikla niðurlægingu Á endanum hafi Margrét sett á sig grímu en hún segir Icelandair hafa brotið á sér, ekki bara með því að neyða hana til þess að bera grímu heldur einnig með því að segja henni að þörf væri á að setja handfarangurinn hennar í farangursrými vélarinnar þegar ekki hafi verið þörf á því. Hringt var á lögregluna og Margrét færð úr vélinni. „Mörg vitni voru að atvikinu þannig að blaðamenn höfðu samband við mig til að spyrja mig úti, og satt að segja hef ég aldrei á minni lífsleið upplifað jafnmikla niðurlægingu,“ skrifar Margrét. Af orðum Margrétar að dæma virðist hún tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla greiði Icelandair ekki úr málunum en hún hafi nú þegar haft samband við lögfræðing. „Ég er svo búin að ráðfæra mig við lögmann sem mun fylgja þessu máli eftir en það er ykkar hjá Icelandair að ákveða hvort þið viljið að rati fyrir dómstóla eða semja við mig um greiðslu miskabóta,“ skrifar Margrét. Hún segir milljóna skaðabótamál vera fram undan ef ekkert verði gert en hún hafi haft samband við Icelandair í dag og henni tjáð að það yrði haft samband við hana í dag. Í samtali við Vísi segir hún atvikið vera aðför að blaðamönnum en hún trúi ekki að hún eða hennar taska hafi verið tekin fyrir að handahófi.
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. 23. september 2022 15:33