„Með því ljótara sem maður sér“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 18:12 Hann mun blása á morgun. Veðurstofan Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Ljót spá Vegagerðin gerir fastlega ráð fyrir því að þjóðvegi 1 verði lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir mikið veður á leiðinni. Athugið: Óvissustig er á leiðum á Suðaustur- og Austurlandi á morgun og má búast við lokunum vegna óveðurs á Hringvegi (1) frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Þessar lokanir myndu taka gildi snemma dags og haldast yfir daginn, standist veðurspár. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 24, 2022 „Þetta er mikið veður, þetta er með því ljótara sem maður sér af þessari sortinni þegar það er svona norðan og norðaustanátt. Það steypist yfir okkur kalt loft. Það er meðal annars vegna þess að veðrið verður svona slæmt, þetta eru svo snöggar hitabreytingar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Bálhvasst víða Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður veðrið verst á Austfjörðum, þá helst sunnanverðum Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. „Við erum að tala um rok eða ofsaveður og allt upp í 33 metra á sekúndu í meðalvind. Þegar þú ert kominn í svoleiðis þá fýkur bara allt, það getur orðið foktjón á húsum og svoleiðis,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Appelsínugular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. „Það verður líka bálhvasst undir Vatnajökli en það er ekki ekki rauð viðvörun þar. Það verður samt mjög slæmt þar,“ segir Eiríkur Örn. Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám.Veðurstofan „Svo er hríð á Norðausturlandi. Einhver snjókoma upp á heiðum og upp til fjalla en þetta er langsamlega verst á sunnanverðum Austfjörðum þar sem við erum með þennan gríðarlega vind,“ segir Eiríkur Örn jafnframt. Hlýindi hafa verið yfir landinu í dag, en það snöggkólnar á morgun. „Nú erum við í suðrænu hlýju lofti í dag, tuttugu og eitthvað stiga hita fyrir austan. En á morgun dregur lægðin heimskautaloft yfir okkur og það snöggkólnar,“ að sögn Eiríks. Gular viðvaranir eru einnig í gildi í öðrum landshlutum. Reiknað að veðrinu sloti á mánudag, þó að það verði áfram hvasst fyrir austan út mánudaginn. Það verður hvasst víða á morgun.Vísir/Vilhelm „Það verður dottið eiginlega alls staðar nema helst á Austfjörðum á mánudaginn. Þar ætlar að hanga eitthvað fram eftir mánudegi, leiðindavindur. Það er samt full langt í það til að geta gefið nákvæma spá á það.“ Íslendingar beðnir um að koma skilaboðum um veðrið til erlendra ferðamanna Vegna veðursins hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum: Óvissustig á Norðurlandi vestra Óvissustig á Norðurlandi eystra Hættustig á Austurlandi Hættustig á Suðurlandi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, þýðir það einfaldlega að almannavarnir á þessum svæðum sé komnar upp á tærnar vegna veðursins. Hún biðlar til Íslendinga að koma skilaboðum um hið slæma sem veður sem framundan er til erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst, en töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er á landinu um þessar mundir. Þá minnir hún landsmenn á að nú sé tími kominn á að taka trampólínið inn, og ganga frá öðrum lausamönnum. Hið fornkveðna gildi sem fyrr, að hlusta á tilmæli um að lítið sem ekkert ferðaveður sé framundan. Veður Almannavarnir Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. Ljót spá Vegagerðin gerir fastlega ráð fyrir því að þjóðvegi 1 verði lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir mikið veður á leiðinni. Athugið: Óvissustig er á leiðum á Suðaustur- og Austurlandi á morgun og má búast við lokunum vegna óveðurs á Hringvegi (1) frá Kirkjubæjarklaustri að Djúpavogi, sem og á Fagradal. Þessar lokanir myndu taka gildi snemma dags og haldast yfir daginn, standist veðurspár. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 24, 2022 „Þetta er mikið veður, þetta er með því ljótara sem maður sér af þessari sortinni þegar það er svona norðan og norðaustanátt. Það steypist yfir okkur kalt loft. Það er meðal annars vegna þess að veðrið verður svona slæmt, þetta eru svo snöggar hitabreytingar,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Bálhvasst víða Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður veðrið verst á Austfjörðum, þá helst sunnanverðum Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. „Við erum að tala um rok eða ofsaveður og allt upp í 33 metra á sekúndu í meðalvind. Þegar þú ert kominn í svoleiðis þá fýkur bara allt, það getur orðið foktjón á húsum og svoleiðis,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Appelsínugular viðvaranir eru einnig í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. „Það verður líka bálhvasst undir Vatnajökli en það er ekki ekki rauð viðvörun þar. Það verður samt mjög slæmt þar,“ segir Eiríkur Örn. Mjög vondu veðri er spáð víða og er fólk beðið um að fylgjast vel með veðurspám.Veðurstofan „Svo er hríð á Norðausturlandi. Einhver snjókoma upp á heiðum og upp til fjalla en þetta er langsamlega verst á sunnanverðum Austfjörðum þar sem við erum með þennan gríðarlega vind,“ segir Eiríkur Örn jafnframt. Hlýindi hafa verið yfir landinu í dag, en það snöggkólnar á morgun. „Nú erum við í suðrænu hlýju lofti í dag, tuttugu og eitthvað stiga hita fyrir austan. En á morgun dregur lægðin heimskautaloft yfir okkur og það snöggkólnar,“ að sögn Eiríks. Gular viðvaranir eru einnig í gildi í öðrum landshlutum. Reiknað að veðrinu sloti á mánudag, þó að það verði áfram hvasst fyrir austan út mánudaginn. Það verður hvasst víða á morgun.Vísir/Vilhelm „Það verður dottið eiginlega alls staðar nema helst á Austfjörðum á mánudaginn. Þar ætlar að hanga eitthvað fram eftir mánudegi, leiðindavindur. Það er samt full langt í það til að geta gefið nákvæma spá á það.“ Íslendingar beðnir um að koma skilaboðum um veðrið til erlendra ferðamanna Vegna veðursins hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra í neðangreindum umdæmum lýst yfir eftirfarandi almannavarnastigum: Óvissustig á Norðurlandi vestra Óvissustig á Norðurlandi eystra Hættustig á Austurlandi Hættustig á Suðurlandi. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, þýðir það einfaldlega að almannavarnir á þessum svæðum sé komnar upp á tærnar vegna veðursins. Hún biðlar til Íslendinga að koma skilaboðum um hið slæma sem veður sem framundan er til erlendra ferðamanna, ekki síst þeirra sem dvelja á þeim slóðum þar sem veðurspáin er hvað verst, en töluverður fjöldi erlendra ferðamanna er á landinu um þessar mundir. Þá minnir hún landsmenn á að nú sé tími kominn á að taka trampólínið inn, og ganga frá öðrum lausamönnum. Hið fornkveðna gildi sem fyrr, að hlusta á tilmæli um að lítið sem ekkert ferðaveður sé framundan.
Veður Almannavarnir Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent