„Veðurspáin lítur ekki vel út“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:27 Snarvitlaust veður er víðsvegar á landinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna. Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að veðrið verði verst fyrir austan en appelsínugular eða gular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu. Slæmt veður var víðast hvar í nótt en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að hlutir hafi fokið í öllum hverfum. Sama er upp á teningnum annars staðar á landinu, að frátöldum Vestfjörðum Búið er að loka veginum frá Kirkjubæjarklaustri að Fáskrúðsfirði og björgunarsveitir á Austurlandi fylgjast grannt með færðinni. Sveinn Halldór Oddsson Zoega, formaður aðgerðarstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, segir fjallavegi sérstaklega varasama. „Veðurspáin lítur ekki vel út. Það er spáð mikilli veðurhæð og miklum vindi aðallega. Um leið og það hvessir mikið þá er að kólna og það gæti jafnvel orðið snjókoma og slydda á fjöllum. Þannig að það er enn minni ástæða til að vera á ferðinni, að minnsta kosti milli staða,“ segir Sveinn Halldór. Fólk komi skilaboðunum til ferðamanna Töluverður fjöldi ferðamanna er á ferð um landið og hafa Almannavarnir beðið landsmenn um að koma skilaboðum um hið slæma veður áleiðis. „Það eru auðvitað kannski síst þeir sem verða varir við aðvaranir frá okkur – eða veðurspár. Það er áskorun að reyna að koma þessum skilaboðum til ferðamanna,“ segir Sveinn Halldór. Sveinn Halldór kveðst ekki alveg tilbúinn að lýsa yfir því að veturinn sé hafinn, en segir þetta klárlega fyrstu haustlægðina. „Þetta er nú óvenjuskörp byrjun á haustinu. Það var 20 stiga hiti hérna í gær og fínasta veður, og búið að vera mestallan september. Þannig að þetta kemur ansi kröftuglega, en mér sýnist á veðurspá að það muni skána þegar líður á vikuna. En það er að koma haust og vetur, menn þurfa að sætta sig við það,“ segir Sveinn Halldór. Tilmæli til fólks eru klassísk: Huga að lausamunum og sleppa ferðalögum að óþörfu. Er veturinn kominn? „Þetta er fyrsta haustlægðin, það er alveg á hreinu. Ég ætla nú ekki alveg að lýsa yfir vetri strax en segjum að það sé komið haust,“ segir Sveinn Halldór. Fylgst er með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni á Vísi.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Snjókoma í flestum landshlutum Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent