Óttaðist líf sitt vegna rasista og nettrölla Atli Arason skrifar 25. september 2022 14:00 Alex Scott með BBC á EM í Englandi. Getty Images Alex Scott, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segist hafa óttast um líf sitt og gat ekki yfirgefið húsið sitt vegna rasista og nettrölla sem hótuðu að binda enda á líf hennar. Hin 37 ára gamla Scott vakti athygli í teymi sparkspekinga hjá BBC í kringum Evrópumótið í sumar þegar Englendingar fóru alla leið og unnu mótið á heimavelli. Eftir að mótið kláraðist var ranglega greint frá því í breskum miðlum að hún myndi taka við starfi Sue Barker í vinsæla spurningaþættinum A Question of Sport hjá breska ríkisútvarpinu. Barker hafði áður verið sagt upp störfum eftir að hafa stýrt þættinum í 24 ár. Þetta virtist gera marga Breta reiða og einhverjir þeirra beindu reiði sinni að Scott og húðliti hennar, þar sem hún fékk ítrekaðar líflátshótanir. „Þetta var komið á það stig að ég var orðin hrædd um lífið mitt,“ sagði Scott við The Times. „Ég þorði ekki að fara út úr húsi, ekki einu sinni til þess að fara út í búð. Við komust alveg upp á það stig en aldrei hefði mig grunað þetta. Að ef einhver þeldökkur sem gæti mögulega tekið við starfi af svona goðsögn, að slíkt gæti skapað svona mikinn hatur í samfélaginu.“ Scott segist hafa snúið sér að áfengi til að reyna að deyfa vanlíðan en leitaði sér einnig aðstoða lækna og sérfræðinga. „Ég dreg mikin lærdóm af því sem ég lenti í. Ég væri ekki sama manneskjan án þessara uppákoma,“ bætti Scott við sem telur sig vera á betri stað í dag. Alex Scott verður hluti af teymi sérfræðinga BBC á útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar frá HM karla í Katar í nóvember og desember. EM 2022 í Englandi Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira
Hin 37 ára gamla Scott vakti athygli í teymi sparkspekinga hjá BBC í kringum Evrópumótið í sumar þegar Englendingar fóru alla leið og unnu mótið á heimavelli. Eftir að mótið kláraðist var ranglega greint frá því í breskum miðlum að hún myndi taka við starfi Sue Barker í vinsæla spurningaþættinum A Question of Sport hjá breska ríkisútvarpinu. Barker hafði áður verið sagt upp störfum eftir að hafa stýrt þættinum í 24 ár. Þetta virtist gera marga Breta reiða og einhverjir þeirra beindu reiði sinni að Scott og húðliti hennar, þar sem hún fékk ítrekaðar líflátshótanir. „Þetta var komið á það stig að ég var orðin hrædd um lífið mitt,“ sagði Scott við The Times. „Ég þorði ekki að fara út úr húsi, ekki einu sinni til þess að fara út í búð. Við komust alveg upp á það stig en aldrei hefði mig grunað þetta. Að ef einhver þeldökkur sem gæti mögulega tekið við starfi af svona goðsögn, að slíkt gæti skapað svona mikinn hatur í samfélaginu.“ Scott segist hafa snúið sér að áfengi til að reyna að deyfa vanlíðan en leitaði sér einnig aðstoða lækna og sérfræðinga. „Ég dreg mikin lærdóm af því sem ég lenti í. Ég væri ekki sama manneskjan án þessara uppákoma,“ bætti Scott við sem telur sig vera á betri stað í dag. Alex Scott verður hluti af teymi sérfræðinga BBC á útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar frá HM karla í Katar í nóvember og desember.
EM 2022 í Englandi Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira