Bugaðir ökumenn segjast slæmu vanir í umferðinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. september 2022 08:00 Morgunumferðin getur ekki talist vinsæl. vísir Maður sem ferðast um á rafhlaupahjóli í vinnuna segir það ákveðna þórðargleði að bruna fram hjá buguðum ökumönnum sem sitja fastir í morgun- og síðdegisumferðinni. Einn þessara buguðu ökumanna eyðir um einum og hálfum klukkutíma í umferðarteppu á dag og segist slæmu vanur. Haustið er gengið í garð með sínum föstu liðum. Einn þeirra er morgun- og síðdegisumferðin sem líklega er ekki í uppáhaldi hjá neinum. Sjónvarpsfréttin var tekin upp klukkan fimm á fimmtudegi og eins og sést í myndbandsfréttinni er bíll við bíl. Hversdagslegur raunveruleiki þeirra sem ferðast með bíl í vinnuna klukkan átta á morgnanna og heim um klukkan fjögur, fimm á daginn. Hraðaspurningar á rauðu ljósi Fréttastofa skellti sér í teppuna og tók bugaða ökumenn tali. Jakob Andri Þórarinsson skellti sér í hálfgerðar hraðaspurningar á meðan hann beið á rauðu ljósi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Ferðu oft þessa leið á þessum tíma? „Já eiginlega á hverjum degi.“ Situr þú alltaf fastur í umferð? „Já.“ Jakob eyðir um hálftíma í umferð á leiðinni heim úr skólanum og segir það mjög þreytandi. Jakob Andri segir umferðina vera þreytandi.vísir Hvað værir þú til í að gera annað við tímann? „Læra í staðinn.“ Hvað gerir þú undir stýri þegar þú bíður í umferð? „Horfi út um gluggann.“ Og svo kom grænt ljós. Jakob gefur í, feginn að komast á skrið eftir flöskuhálsinn á Hringbraut. Þarf oft að fara fyrr úr skólanum til þess að ná að mæta í vinnuna Aron Kristján Sigurjónsson keyrir daglega frá Háskóla Íslands í Hafnarfjörð. Er þetta ekkert hamlandi? „Jú ef mig langar í golf eða gera eitthvað, t.d. fara í vinnu. Ég þarf oft að fara fyrr úr tíma til þess að ná vinnu.“ Aron Kristján ferðast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á virkum dögum. Ferðalagið tekur um 40 mínútur í umferðinni.vísir Slæmu vanur „Maður er kannski slæmu vanur. Maður bara fer og hlustar á podcast og reynir að gera eitthvað gott úr þessu.“ Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í umferð myndir þú halda? „Á morgnanna þá eru það svona 40 mínútur, 35 mínútur kannski. Og svo aftur í Hafnarfjörðinn, það er hálftími,“ segir Aron Kristján og kveðst vera til í að gera eitthvað allt annað við tímann.“ En sumir eru nær aldrei fastir í umferð, einn þeirra er Haraldur Karlsson. „Ég fékk rafmagnshlaupahjól í jólagjöf árið 2018 og hef notað þetta mjög mikið síðan, ég var örugglega einn af þeim fyrstu á Íslandi. Ég var skrítini karlinn í vinnunni sem var með hlaupahjól í lyftunni í vinnunni og ber örugglega ábyrgð á því að margir hafi keypt sér í framhaldi. Við erum bara með einn bíl á heimilinu og með tvö börn þannig það einfaldar lífið ef annar aðilinn getur af og til farið á hlaupahjóli í vinnuna.“ Haraldur Karlsson ferðast oft um á rafhlaupahjóli í vinnuna. vísir Hann segist vera aðeins lengur í vinnuna heldur en þegar hann er á bíl, en fljótari heim. „Á bakaleiðinni þá fær maður að bruna fram úr traffíkinni og horfa á alla í röð.“ Hvernig er tilfinningin að horfa á alla sem sitja bugaðir í umferðinni? „Hún er mjög góð, það er svona smá þórðargleði í manni.“ Tekur strætó í vinnuna til þess að geta hjólað heim eftir vinnu Gunnar Alexander Ólafsson tekur Strætó í vinnuna þrátt fyrir að eiga bíl. Eins og sést tekur hann hjólið með í strætó til þess að getað hjólað heim úr vinnu. Þannig að hluti af þessu er að geta nýtt ferðina heim til þess að hreyfa sig? „Algjörlega, ég var alltaf í vandræðum með að reyna að finna tíma til þess að hreyfa mig og hvort sem manni líkar það betur eða verr þarf maður að ferðast í og úr vinnu. Þannig ég ákvað að athuga hvort ég gæti nýtt ferðina og slegið tvær flugur í einu höggi og það gekk upp í mínu tilfelli þannig að það er algjörlega frábært.“ Gunnar Alexander segir gott að nýta stætóferðina í vinnuna til þess að lesa fréttir og undirbúa vinnudaginn.Vísir/Bjarni Heldur þú að fólk mikli það fyrir sér að taka strætó í og úr vinnu? „Ég hef heyrt það já, sérstaklega þegar fólk heyrir að ég geri þetta að virkum ferðamáta þá held ég að fólk mikli það fyrir sér,“ segir Gunnar Alexander. Fólk þurfi ekki að velja af eða á „Ég held að fólk hugsi svolítið hvort það þurfi að velja af eða á, ég blanda þessu mjög mikið. Ég fer oft á bíl, hjóli, eða strætó. Maður þarf bara að velja ferðamáta eftir tilefni og veðri og öðru,“ segir Haraldur. Notar strætóferðina í vinnuna til þess að undirbúa daginn Svo er hægt að brasa ýmislegt í strætó sem ekki er hægt að gera ef maður er undir stýri? „Algjörlega, ég nota tímann þegar ég er á morgnanna í strætó í að lesa fréttir. Lesa innlendar fréttir og erlendar og vita hvað er í gangi,“ segir Gunnar Alexander. „Á morgnanna er þetta eins og auka kaffibolli í byrjun dags. Það er hægt að pirra sig á ýmsu í umferðinni þó maður sé á hlaupahjóli en maður gleymir því strax og mætir miklu ferskari í vinnu,“ segir Haraldur. Gott fyrir geðheilsuna Hefur þetta áhrif á geðheilsuna? Pirrar þú þig oft í umferðinni sem þú gerir ekki á hjólinu? „Já ég held að það sé hægt að fullyrða það að þetta hafi mjög góð áhrif á geðheilsuna, að vera ekki í bræði í umferðinni.“ Umferð Samgöngur Strætó Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Haustið er gengið í garð með sínum föstu liðum. Einn þeirra er morgun- og síðdegisumferðin sem líklega er ekki í uppáhaldi hjá neinum. Sjónvarpsfréttin var tekin upp klukkan fimm á fimmtudegi og eins og sést í myndbandsfréttinni er bíll við bíl. Hversdagslegur raunveruleiki þeirra sem ferðast með bíl í vinnuna klukkan átta á morgnanna og heim um klukkan fjögur, fimm á daginn. Hraðaspurningar á rauðu ljósi Fréttastofa skellti sér í teppuna og tók bugaða ökumenn tali. Jakob Andri Þórarinsson skellti sér í hálfgerðar hraðaspurningar á meðan hann beið á rauðu ljósi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Ferðu oft þessa leið á þessum tíma? „Já eiginlega á hverjum degi.“ Situr þú alltaf fastur í umferð? „Já.“ Jakob eyðir um hálftíma í umferð á leiðinni heim úr skólanum og segir það mjög þreytandi. Jakob Andri segir umferðina vera þreytandi.vísir Hvað værir þú til í að gera annað við tímann? „Læra í staðinn.“ Hvað gerir þú undir stýri þegar þú bíður í umferð? „Horfi út um gluggann.“ Og svo kom grænt ljós. Jakob gefur í, feginn að komast á skrið eftir flöskuhálsinn á Hringbraut. Þarf oft að fara fyrr úr skólanum til þess að ná að mæta í vinnuna Aron Kristján Sigurjónsson keyrir daglega frá Háskóla Íslands í Hafnarfjörð. Er þetta ekkert hamlandi? „Jú ef mig langar í golf eða gera eitthvað, t.d. fara í vinnu. Ég þarf oft að fara fyrr úr tíma til þess að ná vinnu.“ Aron Kristján ferðast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á virkum dögum. Ferðalagið tekur um 40 mínútur í umferðinni.vísir Slæmu vanur „Maður er kannski slæmu vanur. Maður bara fer og hlustar á podcast og reynir að gera eitthvað gott úr þessu.“ Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í umferð myndir þú halda? „Á morgnanna þá eru það svona 40 mínútur, 35 mínútur kannski. Og svo aftur í Hafnarfjörðinn, það er hálftími,“ segir Aron Kristján og kveðst vera til í að gera eitthvað allt annað við tímann.“ En sumir eru nær aldrei fastir í umferð, einn þeirra er Haraldur Karlsson. „Ég fékk rafmagnshlaupahjól í jólagjöf árið 2018 og hef notað þetta mjög mikið síðan, ég var örugglega einn af þeim fyrstu á Íslandi. Ég var skrítini karlinn í vinnunni sem var með hlaupahjól í lyftunni í vinnunni og ber örugglega ábyrgð á því að margir hafi keypt sér í framhaldi. Við erum bara með einn bíl á heimilinu og með tvö börn þannig það einfaldar lífið ef annar aðilinn getur af og til farið á hlaupahjóli í vinnuna.“ Haraldur Karlsson ferðast oft um á rafhlaupahjóli í vinnuna. vísir Hann segist vera aðeins lengur í vinnuna heldur en þegar hann er á bíl, en fljótari heim. „Á bakaleiðinni þá fær maður að bruna fram úr traffíkinni og horfa á alla í röð.“ Hvernig er tilfinningin að horfa á alla sem sitja bugaðir í umferðinni? „Hún er mjög góð, það er svona smá þórðargleði í manni.“ Tekur strætó í vinnuna til þess að geta hjólað heim eftir vinnu Gunnar Alexander Ólafsson tekur Strætó í vinnuna þrátt fyrir að eiga bíl. Eins og sést tekur hann hjólið með í strætó til þess að getað hjólað heim úr vinnu. Þannig að hluti af þessu er að geta nýtt ferðina heim til þess að hreyfa sig? „Algjörlega, ég var alltaf í vandræðum með að reyna að finna tíma til þess að hreyfa mig og hvort sem manni líkar það betur eða verr þarf maður að ferðast í og úr vinnu. Þannig ég ákvað að athuga hvort ég gæti nýtt ferðina og slegið tvær flugur í einu höggi og það gekk upp í mínu tilfelli þannig að það er algjörlega frábært.“ Gunnar Alexander segir gott að nýta stætóferðina í vinnuna til þess að lesa fréttir og undirbúa vinnudaginn.Vísir/Bjarni Heldur þú að fólk mikli það fyrir sér að taka strætó í og úr vinnu? „Ég hef heyrt það já, sérstaklega þegar fólk heyrir að ég geri þetta að virkum ferðamáta þá held ég að fólk mikli það fyrir sér,“ segir Gunnar Alexander. Fólk þurfi ekki að velja af eða á „Ég held að fólk hugsi svolítið hvort það þurfi að velja af eða á, ég blanda þessu mjög mikið. Ég fer oft á bíl, hjóli, eða strætó. Maður þarf bara að velja ferðamáta eftir tilefni og veðri og öðru,“ segir Haraldur. Notar strætóferðina í vinnuna til þess að undirbúa daginn Svo er hægt að brasa ýmislegt í strætó sem ekki er hægt að gera ef maður er undir stýri? „Algjörlega, ég nota tímann þegar ég er á morgnanna í strætó í að lesa fréttir. Lesa innlendar fréttir og erlendar og vita hvað er í gangi,“ segir Gunnar Alexander. „Á morgnanna er þetta eins og auka kaffibolli í byrjun dags. Það er hægt að pirra sig á ýmsu í umferðinni þó maður sé á hlaupahjóli en maður gleymir því strax og mætir miklu ferskari í vinnu,“ segir Haraldur. Gott fyrir geðheilsuna Hefur þetta áhrif á geðheilsuna? Pirrar þú þig oft í umferðinni sem þú gerir ekki á hjólinu? „Já ég held að það sé hægt að fullyrða það að þetta hafi mjög góð áhrif á geðheilsuna, að vera ekki í bræði í umferðinni.“
Umferð Samgöngur Strætó Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira