„Þetta var eins og það gerist verst“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 21:33 Bílarnir eru illa út leiknir eftir glímuna við náttúruöflin í dag. Vilhjálmur Vernharðsson Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal. Greint var frá því fyrr í dag að fjölmargir ferðamenn sætu fastir á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi. Björgunarsveitir frá Norður- og Austurlandi voru kallaðir til að aðstoða ferðamennina. Vilhjálmur var sá sem fékk fyrst boð um aðstoð, en þegar Vísir náði tali af honum í kvöld hafði hann verið að í nærri átta tíma, frá hádegi. Bílarnir fuku hreinlega.Vilhjálmur Vernharðsson „Ég bý hérna svoleiðis að maður er alltaf fyrstur til. Ég er útbúinn í hvað sem er,“ segir Vilhjálmur sem telur að allt í allt hafi á þriðja hundrað ferðamanna verið komið til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum var nokkrum fjölda fylgt niður í Mývatnssveit þar sem búið er að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem ekki áttu bókað gistirými þar. Á fimmta tug var fluttur áleiðis til Egilsstaða Fegnir ferðamenn á ónýtum bílum Hjá Vilhjálmi í Fjalladýrð dvelja hins vegar 73 ferðamenn sem áttu ekki í önnur hús að venda eftir óveður dagsins. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Fjöldi bíla er hreinlega ónýtur eftir daginn. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst. Við erum með sjoppu við gatnamótin. Það eru 25 bílar á planinu þar. Það er nánast enginn einasta rúða í neinum þeirra. Þeir eru allir ónýtir,“ segir Vilhjálmur. Beðinn um að lýsa veðrinu segir hann það erfitt, svo slæmt hafi það verið. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Þetta er eins og alverst gerir. Það eru sjálfsagt tuttugu og bílar að fara frá okkur á vörubíl. Þeir keyra ekkert, þeir eru ónýtir,“ að sögn Vilhjálms. Mikið grjótfok var sem sprengt hefur rúður og farið illa með lakkið á bílunum sem um ræðir. Grjótfok hefur leikið bílana á svæðinu illa.Vilhjálmur Vernharðsson Þá eru á annan tug bíla enn eftir á víð og dreif við þjóðveginn þar sem ekki var annað hægt en að skilja þá eftir. Þeir sem dvelja hjá Vilhjálmi eru allt erlendir ferðamenn. „Fólk er bara í sjokki en fegið að komið í hús.“ Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
„Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, staðarhaldi í Fjalladýrð í Möðrudal. Greint var frá því fyrr í dag að fjölmargir ferðamenn sætu fastir á þjóðveginum um Möðrudalsöræfi. Björgunarsveitir frá Norður- og Austurlandi voru kallaðir til að aðstoða ferðamennina. Vilhjálmur var sá sem fékk fyrst boð um aðstoð, en þegar Vísir náði tali af honum í kvöld hafði hann verið að í nærri átta tíma, frá hádegi. Bílarnir fuku hreinlega.Vilhjálmur Vernharðsson „Ég bý hérna svoleiðis að maður er alltaf fyrstur til. Ég er útbúinn í hvað sem er,“ segir Vilhjálmur sem telur að allt í allt hafi á þriðja hundrað ferðamanna verið komið til aðstoðar. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum var nokkrum fjölda fylgt niður í Mývatnssveit þar sem búið er að opna fjöldahjálparstöð fyrir þá sem ekki áttu bókað gistirými þar. Á fimmta tug var fluttur áleiðis til Egilsstaða Fegnir ferðamenn á ónýtum bílum Hjá Vilhjálmi í Fjalladýrð dvelja hins vegar 73 ferðamenn sem áttu ekki í önnur hús að venda eftir óveður dagsins. Mikið hvassviðri var, slydda og krap, auk grjótfoks. Meirihluti þeirra ferðamanna sem þurfti að koma til aðstoðar var á illa búnum bílum miðað við veðuraðstæður. Fjöldi bíla er hreinlega ónýtur eftir daginn. „Þetta var mikla verra en veðurspáin sagði til um. Þetta var eins og það gerist verst. Við erum með sjoppu við gatnamótin. Það eru 25 bílar á planinu þar. Það er nánast enginn einasta rúða í neinum þeirra. Þeir eru allir ónýtir,“ segir Vilhjálmur. Beðinn um að lýsa veðrinu segir hann það erfitt, svo slæmt hafi það verið. „Það er ekkert hægt að lýsa þessu. Þetta er eins og alverst gerir. Það eru sjálfsagt tuttugu og bílar að fara frá okkur á vörubíl. Þeir keyra ekkert, þeir eru ónýtir,“ að sögn Vilhjálms. Mikið grjótfok var sem sprengt hefur rúður og farið illa með lakkið á bílunum sem um ræðir. Grjótfok hefur leikið bílana á svæðinu illa.Vilhjálmur Vernharðsson Þá eru á annan tug bíla enn eftir á víð og dreif við þjóðveginn þar sem ekki var annað hægt en að skilja þá eftir. Þeir sem dvelja hjá Vilhjálmi eru allt erlendir ferðamenn. „Fólk er bara í sjokki en fegið að komið í hús.“
Björgunarsveitir Veður Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. 25. september 2022 20:10
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. 25. september 2022 16:05