Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 11:31 Bólusett var í höllinni með hléum frá febrúar 2021 til febrúar 2022. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk geta slegið tvær flugur í einu höggi núna, fengið örvunarskammt gegn Covid og inflúensubólusetningu. Vísir/Vilhelm Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu. Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt. Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hætt var að bólusetja í Laugardalshöll síðastliðinn febrúar, einu ári eftir að þær hófust, og var þess í stað boðið upp á bólusetningar á heilsugæslustöðvunum. Nú hefur aftur á móti verið ákveðið að bólusetja aftur í höllinni. Bólusett verður alla virka daga til sjöunda október frá klukkan ellefu til þrjú og geta allir sextíu ára og eldri mætt þangað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir bólusetningarnar með örlítið breyttu sniðið í þetta skiptið. „Við erum bæði að bjóða upp á Covid bólusetningar, sem sagt örvunarskammt, en líka inflúensubólusetninguna. Þannig að fólk getur komið hérna og slegið tvær flugur í einu höggi, fengið báðar eða aðra hvora eftir því hvað hentar,“ segir Ragnheiður. „Við ætlum að vera með þrjá bása, einn verður bara inflúensa og annar bara covid og svo verður einn bás sem verður hvorutveggja,“ segir hún enn fremur. Verið er að undirbúa höllina í dag fyrir morgundaginn. Ný útgáfa af bóluefninu verður gefin sem virkar betur gegn ómíkron afbrigðinu og því ekki hægt að bjóða upp á grunnbólusetningu. Fólk er hvatt til að mæta í stuttermabol til að flýta fyrir ferlinu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Covid.is hafa hátt í 210 þúsund einstaklingar fengið að minnsta kosti þrjá skammta, þar af tæplega 28 þúsund sem hafa fengið fjóra. Rúmlega 292 þúsund manns hafa fengið að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni og teljast því fullbólusettir. „Það eru alla vega 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu sem eiga eftir að fá örvunarskammtinn, sem eru yfir 60 ára, þannig við erum alveg að búast við að það komi svona þrjú til fjögur þúsund manns á hverjum degi,“ segir Ragnheiður. Sambærilegt átak er einnig að fara af stað víðar á landinu og er fólk á landbyggðinni hvatt til að athuga málið hjá viðkomandi heilbrigðisstofnunum. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að bjóða einstaklingum yngri en sextíu ára upp á örvunarskammt á heilsugæslustöðvunum eftir að átakinu lýkur. Engar bólusetningar verða þar í boði á meðan átakið varir. „Af því að fólkið sem er búið að vera að bólusetja á stöðvunum það er að koma hér í höllina. Það er gott að fólk viti það að það er ekki hægt að fara á heilsugæslustöðvarnar, hvorki til að fá inflúensubólusetningu né Covid bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Miðað er við að hægt sé að gefa örvunarskammt þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu sprautu eða sýkingu. Þó miðað hafi verið við að Covid sýking teldist sem einn bóluefnaskammtur fyrr í faraldrinum á það síður við í dag. Fólk sem hafi sýkst snemma í faraldrinum ætti því ekki að telja hana sem bóluefnaskammt.
Bólusetningar Heilsugæsla Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira