Morata skaut Spánverjum í undanúrslit Þjóðadeildarinnar 27. september 2022 20:40 Alvaro Morata reyndist hetja Spoánverja. Octavio Passos/Getty Images Portúgalar sátu í toppsæti riðilsins fyrir leikinn með tveggja stiga forskot á Spánverja og því var ljóst að jafntefli myndi duga þeim til sigurs í riðlinum. Spánverjar áttu hins vegar í hættu á að falla niður í þriðja sæti riðilsins ef þeim myndi mistakast að vinna í kvöld og ef Svisslendingar myndu vinna sinn leik gegn Tékkum. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann og eiga fleiri skot að marki tókst Spánverjum virtist Spánverjum ekki ætla að takast að koma boltanum í netið. Það breyttist þó á 88. mínútu þegar Alvaro Morata fann netmöskvana eftir stoðsendingu frá Nico Williams. Niðurstaðan því 0-1 sigur Spánverja sem eru á leið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, en Portúgalar sitja eftir með sárt ennið. Þjóðadeild UEFA
Portúgalar sátu í toppsæti riðilsins fyrir leikinn með tveggja stiga forskot á Spánverja og því var ljóst að jafntefli myndi duga þeim til sigurs í riðlinum. Spánverjar áttu hins vegar í hættu á að falla niður í þriðja sæti riðilsins ef þeim myndi mistakast að vinna í kvöld og ef Svisslendingar myndu vinna sinn leik gegn Tékkum. Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann og eiga fleiri skot að marki tókst Spánverjum virtist Spánverjum ekki ætla að takast að koma boltanum í netið. Það breyttist þó á 88. mínútu þegar Alvaro Morata fann netmöskvana eftir stoðsendingu frá Nico Williams. Niðurstaðan því 0-1 sigur Spánverja sem eru á leið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, en Portúgalar sitja eftir með sárt ennið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti