Ratajkowski sótti um skilnað frá fyrrum eiginmanni sínum Sebastian Bear-McClard fyrr í mánuðinum eftir að þau hættu saman í júlí. Hávær orðrómur hefur verið um að fjögurra ára hjónabandið hafi endað vegna framhjálds Bear-McClard. Þau eiga saman einn son, Sylvester Apollo, sem fæddist árið 2021.
Líkt og þekkt er var Pitt giftur leikkonunni Angelinu Jolie og saman eiga þau sex börn. Leiðir þeirra skildu árið 2016 þegar Jolie sótti um skilnað sem fór formlega í gegn árið 2019. Í kjölfarið hófst erfið forræðisdeila sem er enn í gangi og standa Pitt og Jolie einnig í málaferlum varðandi sameiginlegar eigur þeirra.