Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2022 17:08 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan. Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17. Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Í tveimur aðskildum skoðanagreinum í Morgunblaði dagsins var ákvörðunin gagnrýnd. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Einar S. Hálfdánarson eru skrifaðir fyrir pistlunum. Var kirkjan sökuð um að bregðast hlutverki sínu og um að kveikja nýtt ófriðarbál sem Davíð Þór segir af og frá. „Við erum þátttakendur í átaki sem heitir „Öll í sama liði“ sem gengur út á að búa til betra og kærleiksríkara mannlíf í hverfunum þar sem enginn er skilinn út undan. Að standa fyrir einhverju þar sem við vitum að börn eru tekin út úr hópnum og þau fá ekki að vera með skólafélögum sínum á skólatíma, það er ekki í anda þeirrar hugmyndafræði.“ Þarna vísar Davíð til þess að börn sem eru annarrar trúar hafa gjarnan verið tekin út úr nemendahópnum á meðan á þessum heimsóknum stendur. Tveir starfsmenn kirkjunnar, Davíð þar með talinn, eru foreldrar barna í Laugarnesskóla. „Við verðum vör við það í haust að það á að fara af stað undirskriftarsöfnun á meðal foreldra til þess að fá þessar skólaheimsóknir aflagðar og okkar fyrsta hugsun er bara allt í lagi, þá tökum við bara þann slag en strax kemur næsta hugsun, og hvað? Þá bíður hann eftir okkur næsta haust og þarnæsta haust. Er það hlutverk okkar að vera í slag við hluta af nærsamfélaginu okkar?“ Davíð segist, þvert á fullyrðingar greinarhöfunda, hafa lagt sig fram um að stilla til friðar og því hafi þessi ákvörðun verið tekin. „Hlustum á mótmælin. Mótmælin eru þessi; það er verið að taka krakka úr hópnum og sundra hópnum. Við viljum ekki vera þess valdandi að það sé gert. Þess vegna tökum við þá ákvörðun að afþakka, vinsamlega, kirkjuheimsóknir skólabarna á vegum skólans.“ Þess í stað ætlar kirkjan að bjóða upp á veglega dagskrá fyrir börn á umræddu aldursbili á hverjum degi í fyrstu viku aðventu á milli klukkan 15 til 17.
Trúmál Skóla - og menntamál Þjóðkirkjan Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38 Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Hádegisfréttir Bylgjunnar Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 27. september 2022 11:38
Biskup um kirkjuheimsóknir barna: „Í hæsta máta undarlegt ef kirkjan myndi ekki sinna fræðsluhlutverki sínu“ Agnesi M. Sigurðardóttur var tíðrætt um kirkjuheimsóknir skólabarna í jólapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. 25. desember 2016 13:44