Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2022 21:31 Katarzyna segir hundinn af ljúfan. Vísir/Vilhelm Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna. Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna.
Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira