Formúla 1 fær loksins grænt ljós á fjölgun sprettkeppna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:46 Formúla 1 mun halda sex sprettkeppnir á næsta tímabili. Eric Alonso/Getty Images Formúla 1 mun tvöfalda fjölda sprettkeppna úr þremur í sex frá og með næsta tímabili eftir að Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, gaf loks grænt ljós á fjölgunina. Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali. Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira