Hugh Jackman tekur klærnar af hillunni fyrir Deadpool 3 Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 21:43 Þeir Hugh Jackman (t.v.) og Ryan Reynolds munu leika saman í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Michael Loccisano/Getty Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool. Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár. Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í myndskeiðinu, sem Reynolds birti á Twitter í kvöld, segir hann áhorfendum að hann hafi unnið baki brotnu undanfarið að því að semja handritið að þriðju kvikmyndinni um Deadpool, enda þurfi að tjalda öllu til fyrir innkomu Deadpool í sagnaheim Marvel (e. Marvel cinematic universe). Hard keeping my mouth sewn shut about this one. pic.twitter.com/OdV7JmAkEu— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) September 27, 2022 Hann segir að honum og meðhöfundum hans hafi ekkert orðið ágengt fyrir utan það að hafa fengið eina hugmynd og þá gengur Ástralinn geðþekki Hugh Jackman inn í rammann. Reynold spyr Jackman hvort hann vilji leika Wolverine einu sinni enn. „Já, alveg eins, Ryan,“ svarar Jackman, aðdáendum teiknimyndasögukvikmynda til mikillar ánægju. Jackman hefur leikið Wolverine allt frá því að fyrsta kvikmyndin um X-mennina kom út árið 2000 í alls níu kvikmyndum í fullri lengd. Nú síðast lék hann Wolverine í kvikmyndinni Logan árið 2017 og þá var tilkynnt að það yrði síðasta skiptið sem hann sýndi klærnar á stóra tjaldinu. Í lok myndskeiðsins sem Reynolds birti kom dagsetningin 9.6.24 fram og því má leiða að því líkur að þriðja kvikmyndin um Deadpool komi í kvikmyndahús vestanhafs þann 6. september árið 2024. Þegar myndin kemur út mun Jackman því hafa verið Wolverine í heil 24 ár.
Hollywood Tengdar fréttir Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21 Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Reynolds staðfestir að Deadpool 3 sé í vinnslu Undirbúningur fyrir Deadpool 3 er hafinn hjá Marvel Studios. 27. desember 2019 21:21
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið