Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. september 2022 23:37 Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún. Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún.
Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41