„Við erum að tala um ekki bara hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða“ Snorri Másson skrifar 29. september 2022 08:00 Bergi Ebba Benediktssyni rithöfundi og fyrirlesara er margt til lista lagt; hið nýjasta er að vera sérlegur áhugamaður um lífeyrissjóði. Bergur segir í viðtali við Ísland í dag að hann hafi áhyggjur af „ídentítet“-leysi lífeyrissjóða, enda séu þeir á meðal mikilvægari stofnana í okkar samfélagi. „Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur. Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Við lítum á þetta bara 100% eins og einhverja banka, það eigi bara að vera fólk sem sinnir þessum málum, helst bara einhver grá jakkaföt og við vitum varla hvað lífeyrissjóðirnir heita sem við greiðum í. Mér finnst það ekki vera rétt af því að lífeyrissjóðir hafa möguleika á að vera mjög lýðræðislegar stofnanir eða fyrirtæki eftir atvikum,“ segir Bergur. Fólk á að hafa skoðun á því í hvaða lífeyrissjóð það greiðir, segir Bergur Ebbi Benediktsson.Vísir Í innslaginu hér að ofan er fjallað um lífeyrismál í víðum skilningi og rætt við fólk á förnum vegi um málið. Viðtal við Berg hefst á níundu mínútu. Bergur Ebbi hefur um nokkurra ára verið varamaður í stjórnum lífeyrissjóða; nú í stjórn Lífsverks eftir að hafa tekið sæti þar fyrst árið 2019. Bergur segir að lífeyriskerfið í núverandi mynd sé tiltölulega nýtilkomið og að eðlilegt sé að fólk sé ekki farið að treysta sér alveg til að sjá fyrir sér ávinning þess til lengri tíma. Það eigi þó bjarta framtíð. Það sé ekki fjarri lagi að halda því fram lífeyrismál séu málaflokkur fyrir nörda, en hins vegar „má líka líta á þetta þannig að þetta sé málaflokkur þar sem hagsmunirnir eru hvað allra mestir og við erum að tala ekki bara um hundruð milljarða heldur þúsundir milljarða í stóra samhenginu. Og sumir hafa áhuga á því.“ Bergur segir lífeyrissjóðina hafa mikil áhrif á það hvert við stefnum sem þjóð, enda séu þar teknar ákvarðanir um meiri háttar fjárfestingar í verkefnum og fyrirtækjum. Það sé öllum í hag að það lukkist. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munu þessir lífeyrissjóðir standa undir því að halda uppi lífsgæðum okkar eftir að við hættum að vinna,“ segir Bergur.
Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira