Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. september 2022 20:01 Bílaleiga Akureyrar varð fyrir tugmilljóna tjóni á bílaflota sínum í óveðrinu á sunnudag. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar segir að mögulega hefði átt að loka vegum fyrr. G.Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar tekur undir það. Vísir/Egill Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð á bílaflota margra bílaleiga í aftakaveðrinu á Suðaustur-og Austurlandi á sunnudag. Til að mynda gjöreyðilögðust tuttugu og fimm bílar á planinu við Ferðaþjónustuna Fjalldýrð á Möðrudal þar sem rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls undan veðrinu. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur að tjónið hlaupi á tugum milljóna. „Að minnsta kosti fjórir til fimm bílar leigunnar sem voru á Möðrudalsöræfum ery gjörónýtir og yfir tuttugu bílar minna skemmdir eftir sandfok á sunnudag en þeir voru staðsettir víða á Suðaustur-og Austurlandi,“ segir Bergþór. Einn þeirra bíla Bílaleigu Akureyrar sem er gjörónýtur eftir óveðrið á sunnudag.Vísir/Kristján Bjarnason Bergþór telur að tjónið lendi að mestu á bílaleigunni en hvert og eitt tilvik verði metið. „Það er misjafnt hvaða tryggingar ökumenn þessara bíla eru með. Í einhverjum tilvikum keyptu þeir áður sérstaka sandfokstryggingu hjá okkur og þá lendir tjónið alfarið á okkur. En svo eru aðrir sem hafa engar tryggingar. Þetta eru samtöl sem við erum að eiga þessa dagana. Við treystum okkur hins vegar ekki til að rukka hvern og einn sem hefur enga tryggingu um meira en eina milljón króna þó tjónið sé miklu meira í langflestum tilvikum,“ segir Bergþór. Hann telur að Vegagerðin hefði mátt bregðast fyrr við en hún lokaði vegum þar sem veðurspáin var verst um klukkan tólf á sunnudag. „Ég hefði viljað sjá lokanirnar fyrr. Svo eru líka lokanir kannski bara með slá um hálfann veginn og ekki virtar. Þær hefðu mátt vera skýrari stundu mer bíl er lagt á veginn og þá kemst enginn framhjá. Við vitum að einhverjir ökumenn fóru áfram þrátt fyrir lokunarpóstanna,“ segir Bergþór. Bílaleiga Akureyrar gerir ráð fyrir að heildartjón fyrirtækisins liggi ekki fyrir fyrr en í lok vikunnar þegar öll ökutæki sem lentu í veðurofsanum séu komin í hús.Vísir/Kristján Bjarnason G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar tekur undir þetta eftir það sem nú hefur komið í ljós. „Í þessu tilviki hefði verið betra að loka fyrr. En við fórum hins vegar eftir okkar ítrustu starfsreglum við lokanirnar þ.e. þá er mið tekið að veðurspá og veðurhæð. Við hikuðum líka aðeins með að kalla út björgunarsveitir til að manna lokunarpóstanna þennan dag því þær höfðu í svo mörgu að snúast. Það hefði hins vegar átt að manna lokanirnar strax miðað við það sem svo gerðist,“ segir G. Pétur. Hann segir enn fremur að því miður hafi einhverjir ökumenn virt lokanirnar að vettugi en einhverjir hafi líka komið annars staðar frá. „Það er ljóst núna að einhverjir ökumenn fóru inn á svæði sem búið var að loka. En það voru líka ökumenn að koma frá vegi að Dettifossi og þar voru ekki lokanir í gildi,“ segir G. Pétur. Hann segir að eftir þetta atvik verði bætt við lokunarhliðum við veginn frá Dettifossi og Stuðlabergi. Þá verði farið heildstætt yfir það hvar vanti lokunarhlið. „Ef við þurfum að breyta einhverju verklagi eða gera eitthvað öðruvísi þá gerum við það því hugsanlega mun óveður af þessum toga gerast oftar,“ segir G. Pétur. Bílar Veður Ferðamennska á Íslandi Vegagerð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ljóst er að gríðarlegt tjón varð á bílaflota margra bílaleiga í aftakaveðrinu á Suðaustur-og Austurlandi á sunnudag. Til að mynda gjöreyðilögðust tuttugu og fimm bílar á planinu við Ferðaþjónustuna Fjalldýrð á Möðrudal þar sem rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls undan veðrinu. Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur að tjónið hlaupi á tugum milljóna. „Að minnsta kosti fjórir til fimm bílar leigunnar sem voru á Möðrudalsöræfum ery gjörónýtir og yfir tuttugu bílar minna skemmdir eftir sandfok á sunnudag en þeir voru staðsettir víða á Suðaustur-og Austurlandi,“ segir Bergþór. Einn þeirra bíla Bílaleigu Akureyrar sem er gjörónýtur eftir óveðrið á sunnudag.Vísir/Kristján Bjarnason Bergþór telur að tjónið lendi að mestu á bílaleigunni en hvert og eitt tilvik verði metið. „Það er misjafnt hvaða tryggingar ökumenn þessara bíla eru með. Í einhverjum tilvikum keyptu þeir áður sérstaka sandfokstryggingu hjá okkur og þá lendir tjónið alfarið á okkur. En svo eru aðrir sem hafa engar tryggingar. Þetta eru samtöl sem við erum að eiga þessa dagana. Við treystum okkur hins vegar ekki til að rukka hvern og einn sem hefur enga tryggingu um meira en eina milljón króna þó tjónið sé miklu meira í langflestum tilvikum,“ segir Bergþór. Hann telur að Vegagerðin hefði mátt bregðast fyrr við en hún lokaði vegum þar sem veðurspáin var verst um klukkan tólf á sunnudag. „Ég hefði viljað sjá lokanirnar fyrr. Svo eru líka lokanir kannski bara með slá um hálfann veginn og ekki virtar. Þær hefðu mátt vera skýrari stundu mer bíl er lagt á veginn og þá kemst enginn framhjá. Við vitum að einhverjir ökumenn fóru áfram þrátt fyrir lokunarpóstanna,“ segir Bergþór. Bílaleiga Akureyrar gerir ráð fyrir að heildartjón fyrirtækisins liggi ekki fyrir fyrr en í lok vikunnar þegar öll ökutæki sem lentu í veðurofsanum séu komin í hús.Vísir/Kristján Bjarnason G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar tekur undir þetta eftir það sem nú hefur komið í ljós. „Í þessu tilviki hefði verið betra að loka fyrr. En við fórum hins vegar eftir okkar ítrustu starfsreglum við lokanirnar þ.e. þá er mið tekið að veðurspá og veðurhæð. Við hikuðum líka aðeins með að kalla út björgunarsveitir til að manna lokunarpóstanna þennan dag því þær höfðu í svo mörgu að snúast. Það hefði hins vegar átt að manna lokanirnar strax miðað við það sem svo gerðist,“ segir G. Pétur. Hann segir enn fremur að því miður hafi einhverjir ökumenn virt lokanirnar að vettugi en einhverjir hafi líka komið annars staðar frá. „Það er ljóst núna að einhverjir ökumenn fóru inn á svæði sem búið var að loka. En það voru líka ökumenn að koma frá vegi að Dettifossi og þar voru ekki lokanir í gildi,“ segir G. Pétur. Hann segir að eftir þetta atvik verði bætt við lokunarhliðum við veginn frá Dettifossi og Stuðlabergi. Þá verði farið heildstætt yfir það hvar vanti lokunarhlið. „Ef við þurfum að breyta einhverju verklagi eða gera eitthvað öðruvísi þá gerum við það því hugsanlega mun óveður af þessum toga gerast oftar,“ segir G. Pétur.
Bílar Veður Ferðamennska á Íslandi Vegagerð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11 „Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33 Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi. 26. september 2022 13:11
„Þetta var eins og það gerist verst“ Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um. 25. september 2022 21:33
Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu. 26. september 2022 10:21
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent