Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Sprengjuhótun, varnarmál, mismunun eftir lögheimili og nýtt björgunarskip verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Sprengjusérfræðingar fundu pakka um borð í fraktvél UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum.

Varnarmálin voru í brennidepli í umræðum á Alþingi í morgun.

Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps segist munu skoða ásakanir um mismunun eftir lögheimili en árskort í sund og líkamsrækt eru mun ódýrari fyrir heimamenn en aðkomandi.

Nýtt björgunarskip Landsbjargar sem kom til Reykjavíkur í morgun mun stytta viðbragðstíma björgunarsveita um allt að helming.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×