„Það eru svo margir sem koma að því að láta þetta ganga upp og ég vil þakka áhorfendum fyrir ótrúleg sjö ár,“ sagði Noah meðal annars í tilkynningu sem hann gaf út á Twitter. Hann segir það enn koma sér á óvart að hafa fengið tækifæri til þess að taka við þættinum af Jon Stewart og er þakklátur fyrir traustið. Þættirnir hófu upphaflega göngu sína árið 1996 með Craig Kilborn sem stjórnanda.
Hann segir að eftir að hafa farið í gegnum forsetatíð Trumps, heimsfaraldurinn og allt hitt sem hefur átt sér stað síðustu sjö árin sé hans tíma lokið. „Við höfum hlegið saman, við höfum grátið saman en eftir sjö ár líður mér eins og það sé kominn tími til þess að hætta.“
Hér að neðan má sjá tilkynninguna hans í heild:
A special message from Trevor Noah pic.twitter.com/lMM8ll51fu
— The Daily Show (@TheDailyShow) September 30, 2022