Haaland eldri telur að sonurinn vilji spila í öllum sterkustu deildum Evrópu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 17:31 Erling Braut Haaland hefur vægast sagt farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Alfie Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir norsku markamaskínunnar Erling Braut Haaland, telur að sonur sinn muni ekki stopp lengi hjá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann vilji prófa sig í öllum sterkustu deildum Evrópu. Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira