„Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald “ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 30. september 2022 21:49 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka Vísir: Hulda Margrét „Ég er ánægðastur með það, úr því sem komið var, að við náum að snúa þessu við með því að fara í framliggjandi vörn og vorum agaðir og með smá trikki frá Binna í horninu að ná að jafna leikinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, eftir jafntefli á móti Stjörnunni í kvöld. Haukar voru tveimur mörkum undir þegar tæplega fimm mínútur voru til leiksloka en tókst, með klókinum að jafna leikinn, 29-29. „Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“ Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
„Ég er ánægðastur með síðustu vörnina, hvernig hún hélt, að menn voru ekkert að veigrast við að taka ábyrgð og Stefán Huldar náttúrulega frábær í markinu, annan leikinn í röð.“ „Sóknarleikurinn var góður í fyrri, það kom mjög mikið hikst á hann í seinni. Maður hefði mátt skipta meira, svona eftiráhyggja en mér fannst við eiga hægri vænginn inni sóknarlega. Adam kom sterkur inn, mátti vera meira en þetta hugsar maður alltaf þegar maður fær ekki bæði stigin. Ég er ánægður með útkomuna úr því sem komið var. Ég var ekki sáttur með þetta rauða spjald og víti miðað við hvernig þetta var kynnt fyrir okkur. Ef boltinn breytir ekki um stefnu á þetta að vera bara mark og það skiptir máli finnst mér.“ Þegar um stundarfjórðungur var eftir fengu Haukarnir víti og Stefán Rafn fór á punktinn gegn Arnóri Frey Stefánsyni. Það gekk ekki betur en svo að boltinn fór í höfuðið á Arnóri sem lá óvígur eftir og uppskar Stefán rautt spjald. „Boltinn fer í höfðið á honum, á hliðina en boltinn breytir ekki um stefnu. Boltinn er tekinn frá hægri til vinstri. Ég hefði allavega viljað að þeir hefðu kíkt á þetta í sjónvarpi fyrst að allir eru hérna á staðnum og allt er í boði. Ef þeir höfðu sömu skoðun þá er ekkert við því að segja en ég hefði viljað að þeir hefðu skorað VAR-ið.“ Haukar fá Aftureldingu í heimsókn í næstu umferð og vill Rúnar að þeir stækki góðu kaflana og spili fjölbreyttari sóknarleik. „Við þurfum að stækka góðu kaflana. Við byrjuðum leikinn ekkert sérstaklega vel. Við spiluðum fanta varnarleik á tímabili. Stefán er náttúrulega að koma inn eftir margra vikna pásu og það þarf aðeins að ná honum í betra form. Sóknarleikurinn má vera aðeins fjölbreyttari fyrir minn smekk en þetta er allt í lagi og þetta er allt á réttri leið.“
Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 29-29 | Garðbæingar köstuðu sigrinum frá sér Stjarnan og Haukar skiptu stigunum á milli sín er liðin gerði 29-29 jafntefli í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Heimamenn voru með þetta hendi sér þegar skammt var eftir af leiknum, en köstuðu sigrinum frá sér. 30. september 2022 23:10